2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Húsið smíðað af einum manni úr efni sem fékkst gefins

  Í háreistu sumarhúsi undir Brekkufjalli hafa framkvæmdaglöð hjón komið sér upp fallegum íverustað. Húsið er byggt á sem hagkvæmastan máta úr efnivið sem féll til héðan og þaðan. Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er að finna innlit í þetta fallega sumarhús.

   

  Annar húsráðandinn er smiður og smíðaði hann bústaðinn meira og minna sjálfur og er efnið að mestu eitthvað sem fékkst gefins. „Byggingarefnið er að mestu eitthvað sem kemur úr gámum af byggingarsvæðum eða efni sem aðrir ætluðu að henda.“

  Það er óhætt að segja að þau hjónin hafi góðan smekk fyrir fallegum efniviði og séu lagin við að koma auga á möguleika á nýtingu.

  Á lóðinni er stórbrotið útsýni í allar áttir og í góðu skyggni blasir Snæfellsjökullinn við út um stofugluggann. Fyrir aftan húsið stendur Brekkufjall, nánast þverhnýpt með oddhvassa tinda sem í hvín, í vindi, líkt og spilað sé á greiðu

  AUGLÝSING


  Innréttingarnar og húsgögnin eru svo meira og minna samtíningur hvaðanæva að. „Hér er mikið frá ömmum mínum og afa, Fríðu frænku, Portinu og svo fer ég reglulega til Kristbjargar á Akranesi. Pullan eru nýjustu kaupin frá henni sem ég fékk á litlar 1000 krónur. Rúmin í herbergjunum eru frá ömmum og afa.“

  Skoðaðu innlitið í heild sinni í 8. tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

  Sjá einnig: Íslensk sveitarómantík svífur yfir vötnum

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is