Hvað eiga Dóri DNA, María Gomez og Vilborg Halldórsdóttir sameiginlegt?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mögulega eiga þessir þrír aðilar lítið sameiginlegt og þó því þau segjast öll vera mikil jólabörn. Að auki eiga þau það sameiginlegt að vera í viðtölum í jólablaði Húsa og híbýla ásamt fleiri skemmtilegum einstaklingum eins og Bjarna Snæbjörnssyni leikara, Sigríði Halldórsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Eddu Sif sjónvarpskonu, Önnu Þórunni vöruhönnuði, Dagnýju Gylfa leirlistakonu, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa og Fanneyju Dóru matreiðslumanni svo einungis nokkrir séu nefndir.

Hús og híbýli fékk nokkra frábæra einstaklinga til að segja frá jólahefðum sínum.

Dóri DNA segist vera lauslega spenntur á aðfangadag og að öllu jöfnu geri hann allt milli jóla og nýárs.

Dóri DNA.
Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Uppáhaldsjólalag Vilborgar Halldórsdóttur, leikkonu og eiginkonu Helga Björns, er ekki “Ef ég nenni” eins og margir hefðu haldið en hún segir eftirminnilegustu jól fjölskyldunnar hafa verið á Havana á Kúbu þar sem presturinn hafi m.a. verið með gettóblaster í predikunarstólnum.

Vilborg Halldórsdóttir
Mynd: Hallur Karlsson

Bjarni Snæbjörnsson er afslappaður gagnvart jólunum og segist enn vera að ákveða jólamtinn en vegan-Wellington frá grunni komi þó sterkt til greina.

Bjarni Snæbjörnsson.
Mynd: Hallur Karlsson

Sigríður Halldórsdóttir segist baka mikið fyrir jólin en þó aðallega eftir miðnætti, í viðtalinu segist hún vera orðinn hundaeigandi og sé því með króníska lyfrarpylsulykt á höndunum og kúkapokarúllu í vasanum.

Sigríður Halldórsdóttir.
Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Edda Sif Pálsdóttir segist ekki vera mikið jólabarn en hún sé þó að vinna í því enda orðin mamma. Rjúpur eru jólin fyrir Eddu sem segist baka eina sort af smákökum svona til að geta verið með og til að fá ilminn í húsið.

Edda Sif Pálsdóttir
Mynd: Hallur Karlsson

Þrír fagurkerar gerðu aðventuskreytingar fyrir blaðið

Þær María Gomez, Dagný Gylfadóttir og Anna Þórunn gerðu undurfagrar og einfaldar aðventuskreytingar sem sjá má í blaðinu.

Aðventuskreyting Maríu Gomez Mynd: Hákon Davíð Björnsson

María Gomez, sem er fjögurra barna móðir, situr ekki auðum höndum þessa dagana en hún heldur úti heimilis- og matarblogginu paz.is. María festi nýlega kaup á nýtt hús sem hún hefur verið að gera upp með eiginmanni sínum en hún hefur verið dugleg að sýna frá framkvæmdaferlinu á blogginu og á samnefndri Instagramsíðu. María er mikill fagurkeri og finnst skemmtilegt að búa til fallegar jólaskreytingar en hún segir að sér finnist jólin fyrst og fremst snúast um samveru með fjölskyldu og vinum. 

Öll viðtölin í heild sinni og myndirnar er hægt að finna í jólablaði Húsa og híbýla. Eigðu notalega stund með tímariti heima í stofu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -