Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hvernig skal viðhalda blessuðu jólatrénu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir kjósa að hafa lifandi barrtré í stofunni yfir hátíðirnar, grenitegundir eða furu, en það er afar mikilvægt að umhirða og meðferð trjánna sé rétt svo þau lifi sem lengst og felli ekki barrið áður en jólin eru yfirstaðin.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Í ljósi umræðu um umhverfismál er nærtækt að hvetja fólk til þess að kaupa íslensk tré. Þau eru höggvin um miðjan nóvember og fram í desember og sumarið áður en þegar eru höggvin fá þau áburðarskammt sem gerir þau sérstaklega barrheldin og gefur það þeim einnig fallegan grænan lit.

Fura. Mynd / Hallur Karlsson

Stafafura er sérlega heppilegt jólatré en hún vex um allt land og getur dafnað vel í rýrum jarðvegi og náð allt að 30 metra hæð. Stefna skógræktenda á Íslandi er að eiga að minnsta kosti um helmingsmarkaðshlutdeild í sölu jólatrjáa eftir 20 ár og því tilvalið að styrkja það góða framtak.

Hér koma nokkur ráð sem gott er að fara eftir til þess að jólatréð haldist fallegt sem allra lengst.

  1. Algengt er að trén séu geymd úti þar til þau eru tekin inn og skreytt. Best er að láta tréð standa upprétt á meðan það er úti við, sé þess kostur.
  2. Afar mikilvægt er að taka tréð inn sólarhring áður en til stendur að skreyta það en aldrei má taka tré beint inn í stofuhita úr miklu frosti. Ef frost er úti er mikilvægt að leyfa trénu að þiðna hægt og rólega eftir að það er tekið inn. Best er að taka tréð inn í kalda geymslu eða þvottahús þar sem raki er til staðar. Sé þess ekki kostur er hægt að láta það standa í köldu vatni í baðkari og leyfa því að þiðna þar. Við snöggar hitabreytingar verður tréð fyrir áfalli og getur því misst barrið fyrr en ella.
  3. Þegar tréð hefur jafnað sig er gott að snyrta fótinn. Það er alveg óhætt að snyrta og fjarlægja óþarfagreinar við stofninn. Gott er að saga 3-5 cm af stofninum til þess að opna fyrir æðarnar og tálga börkinn neðst af stofninum, eða um það bil 10 cm.
  4. Gott er að hella sjóðandi vatn í fötu og setja stofninn ofan í vatnið í um það bil 10 mínútur. Heita vatnið opnar vel æðar trésins og auðveldar því að draga til sín vatn.
  5. Að þessu loknu skal setja tréð strax í vatnsfót og gæta þarf að því að fóturinn tæmist aldrei. Athuga skal að tréð drekkur mikið fyrstu dagana og því nauðsynlegt að fylgjast vel með. Tæmist fóturinn er hætta á að loftbólur komist í vökvaæðar stofnsins og tréð dáið.
Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -