Ilmir náttúrunnar innblástur að litakorti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ilmur er nafnið á nýju litakorti sem er samstarf Sæbjargar Guðjónsdóttur innanhússhönnuðar og Slippfélagsins. Litakortið er innblásið af jarðlitunum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum.

„Samstarf okkar er algjörlega náttúrulegt. Eftir að Sæja kom heim úr námi var hún viðskiptavinur hjá Garðari, verslunarstjóra í Slippfélaginu, og alltaf að biðja um að láta blanda liti fyrir sig,“ segir Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins. „Hún var með séróskir og vildi finna réttu tónana fyrir sig, fallega liti og sérblandaða. Það var því tilvalið að taka næsta skref, fara í samstarf og leyfa viðskiptavinum okkar að njóta. Okkur finnst Sæja vera í sífelldri þróun, hún er mikill fagmaður og með sinn stíl. Það er gott að vera í samstarfi við fólk sem er fagfólk á sínu sviði.“

Litakort Sæju er komið í verslanir Slippfélagsins

Nöfnin á litunum í litakortinu tengjast ilmum úr náttúrunni og gefa til kynna hvernig þeir eru á litinn. Fallegt er að blanda litunum saman inni á heimilum, hvort sem er með fylgihlutum sem vísa í aðra tóna úr línunni eða með því að deila þeim niður á rými. „Sæja hefur  verið áður með liti hjá okkur sem hafa verið seldir til viðskiptavina. Í Ilmur-litakortinu valdi hún liti sem hún hefur verið að nota mikið undanfarið og eins liti sem eru að koma inn. Okkur langaði að gera heildstætt litakort sem harmónerar vel saman.“

Hör úr litakorti Sæju

Hör úr litakorti Sæju

Einfalt og skemmtilegt kaupferli

Á heimasíðu Slippfélagsins má finna fjölda mynda sem hafa verið teknar inni á íslenskum heimilum ásamt hugmyndum. „Slippfélagið er sérvöruverslun. Við leggjum mikið upp úr því að hafa heimasíðuna mjög góða þannig að fólk geti skoðað liti og velt fyrir sér möguleikum heima hjá sér í rólegheitum. Við gerum okkar besta til að kaupferlið sé einfalt og skemmtilegt. Ávinningur okkar er að einfalda ákvörðunina fyrir fólk sem vill eignast falleg heimili,“ segir Hrefna María.

Hrefna María Ómarsdóttir, markaðsstjóri Slippfélagsins

Hefur fólk verið að mála mikið undanfarið í COVID-ástandinu? „Árið 2020 var algjört sprengiár, það voru allir að laga til heima og klára verkefni sem hafa setið á hakanum, allir að gera fallegt í kringum sig, hvort sem það var inni eða úti. Margir að mála innréttingar og hurðir, annaðhvort hvítar eða dökkar, almennt viðhald og að heilmála íbúðir eða hús,“ segir Hrefna María.

Slippfélagið hefur áður verið í samstarfi við hönnuði með litalínur. „Fröken Fix hefur verið hjá okkur í tíu ár, Soffía Dögg í Skreytum hús og Sara Dögg. Allar byrjuðu þær líkt og Sæja sem viðskiptavinir okkar, sem þróaðist yfir í gott samstarf. Hver og ein þeirra hefur sinn stíl og allar hafa þær lagt vinnu í hvaða tónar passa saman og einfalda þannig valið fyrir viðskiptavini okkar.“

Hör úr litakorti Sæju

Lakkrís úr litakorti Sæju

Viðskiptavinir fá góð og fagleg ráð

„Við státum okkur af því að hjá okkur starfar fjöldi fagmanna, lærðir málarar og málarameistarar sem búa yfir mikilli reynslu, veita viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf og gefa góðan tíma í að þjónusta viðskiptavini okkar,“ segir Hrefna María. „Viðskiptavinir okkar geta komið og fengið góð og fagleg ráð, fengið litakort og litaprufur.“

Leir úr litakorti Sæju

Allar upplýsingar um litalínuna Ilmur, góð ráð og ábendingar má finna á heimasíðu Slippfélagsins: slippfelagid.is, í síma 588-8000 og með tölvupósti á [email protected]

 

Stúdíó-Birtíngur í samstarfi við Slippfélagið

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Góð þjónusta fagfólks ómetanleg

„Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti,“ segir Kristinn Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali og annar eigandi ALLT fasteignasölu. Fasteignasalan...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -