Ingileif Friðriksdóttir – flokkar alltaf sokkana á heimilinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Við fengum Ingileif Friðriksdóttur til þess að svara spurningum fyrir okkur síðla árs 2020 og hér birtum við nokkur atriði. Hún lýsir sér sem heimakærri fjölskyldukonu í Vesturbænum sem er alin upp í Breiðholtinu en á ættir sínar að rekja til Hornstranda á Vestfjörðum. Ingileif hefur komið víða við, hún hefur starfað sem blaðamaður og sjónvarpskona, gefið út bók og síðast en ekki síst verið ötull talsmaður fyrir baráttu hinsegin fólks.

Áhugaverðasta starf eða hlutverk sem þú hefur gegnt? Móðurhlutverkið er auðvitað það langáhugaverðasta, skemmtilegasta og besta. En áhugaverðasta starfið er líklega að vera blaðamaður, þar var alltaf eitthvað áhugavert að gerast.

En það óvenjulegasta? Að vera spurningahöfundur í Gettu betur. Það var óvenjulegt fyrir þeirra hluta sakir að ég vann við það að skrifa spurningar sem ég sjálf hefði oft ekki getað svarað.

Ertu fagurkeri? Já, ég myndi segja það. Mér finnst að minnsta kosti mjög margt fallegt.

Hvers konar hönnun heillar þig? Skandinavísk hönnun í bland við bóhemstíl.

Bestu og verstu kaup? Þau bestu: róbótaryksugan mín. Þau verstu: Allar plönturnar sem ég hef drepið. Eins fallegar og yndislegar mér finnast plöntur eru þær yfirleitt betur settar í höndunum á einhverjum öðrum.

Mesta þarfaþingið heima fyrir? Kósí sófi sem öll fjölskyldan kemst vel fyrir í.

Er verkaskipting á heimilinu? Við höfum nú stundum reynt að setja skipulag á það, en endum yfirleitt á því að gera flesta hluti báðar. En ég flokka alltaf sokkana og María konan mín hreinsar niðurfallið.

Hvort ertu, safnari eða mínimalisti? Minímalisti. En ég er reyndar með stútfulla geymslu af dóti, svo ég er kannski líka safnari.

Áttu þér lífsmottó? Að vera alltaf einlæg og heiðarleg, því þá getur enginn átt neitt á mig. Það er setning sem langamma Maríu sagði alltaf við hana og hún sagði mér þegar við kynntumst. Það hefur verið okkar leiðarvísir í öllu sem við gerum.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Að hætta að reyna að þóknast öllum. Ég hef komist að því að sama hvað maður segir og gerir þá munu alltaf einhverjir vera ósammála því. Það að velta sér upp úr því gerir engum gott, svo ég er löngu hætt því.

Besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að tóna líf mitt niður. Ég var komin á stað þar sem ég keyrði mig stöðugt út og það rústaði næstum heilsu minni. En frá því að ég rakst á þann vegg fyrir tveimur árum tók ég mjög meðvitaða ákvörðun um að sigta út það sem skiptir engu máli en halda í það sem raunverulega skiptir máli. Sem hefur verið alveg ótrúlega dýrmætt og mikilvægt.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Að jóðla! Öllum í kringum mig til mikils ama.

Ef þú ættir þér eina ósk? Þá myndi ég óska mér þess að fordómar myndu hverfa, svo íbúar heimsins væru sameinaðri og umburðarlyndari – sem myndi gera heiminn að betri og fallegri stað.

Viðtalið birtist í 13. tölublaði, 2020.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -