• Orðrómur

Innblástur úr barnabók

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fallegri íbúð í Norðurmýrinni býr Ragnheiður Bogadóttir ásamt fjölskyldu sinni. Eldhúsið er einstaklega smekklegt og er miðpunktur í íbúðinni en Ragnheiður hannaði það sjálf. Sömu sögu má segja um baðherbergið en draumur Ragnheiðar hafði lengi verið að eignast baðherbergi í þessum tiltekna stíl.

Í nýjasta Hús og híbýli finnur þú viðtal við Ragnheiði og fleiri myndir af fallegu heimili hennar.

Spurð út í baðherbergið segir Ragnheiður innblásturinn hafa komið meðal annars úr barnabók um bangsann Paddington. „Ég átti bók um Paddington og síðan þá hefur draumur minn alltaf verið að eiga svona gamaldags baðherbergi í breskum stíl frá Viktoríutímabilinu,“ segir Ragnheiður og hlær. „Ég hef alltaf verið hrifin af þessum gamla breska stíl. Stórar massífar hvítar handlaugar á fæti, frístandandi baðkör og það sem er gjarnan kallað„ vintage farmhouse“ heillar mig. Nú dreymir mig um frístandandi baðkar á gylltum fótum,“ segir Ragnheiður.

- Auglýsing -

„Nú dreymir mig um frístandandi baðkar á gylltum fótum.“

Hún kveðst alltaf hafa verið mikill fagurkeri og pælari, alveg frá því að hún var lítið barn, og að það hafi eflaust mikil áhrif á hvernig hún lítur á hönnun í dag þar sem hún heillast oftar en ekki að hlutum sem vekja upp nostalgíu og góðar minningar úr æsku.

Nældu þér í nýjasta Hús og híbýli, þar getur þú lesið viðtalið við Ragnheiði í heild sinni.

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -