• Orðrómur

Internetið, kettir í peysum og hundar í vandræðum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Listakonan Auður Lóa Guðnadóttir mun sýna verk sín í D-sal í Listasafni Reykjavíkur á sýningunni Já/Nei. Sýningin verður opnuð 18. mars. Internetið, kettir í peysum og hundar í vadræðum munu koma við sögu.

Auður Lóa fæst mest við skúlptúr og hefur oftar en ekki hversdagsleikann til umfjöllunar
í verkum sínum.

„Komandi sýning mín í D-salnum verður þar vendipunktur, tækifæri fyrir sjálfsskoðun og uppgjör við það sem ég hef unnið að í minni myndlist frá útskrift úr Listaháskólanum árið 2015,“ segir Auður.

- Auglýsing -

Um viðfangsefnið segir hún: „Ég mun rýna í hið torkennilega samband fólks við Internetið, tungumálið, heimilisdýr, það flókna og erfiða samlíf sem fólk á í við sögu sína og veruleika. Kettir í peysum koma þar við sögu, hundar í vandræðum, og fólk víðs vegar um heim í mismunandi aðstæðum. Ég sæki myndefnið í fundið efni af Internetinu, ljósmyndir úr sögubókum, senur úr listaverkum, fundnar ljósmyndir og kattamyndbönd.“

Hún segir nýja skúlptúra verða í aðalhlutverki á sýningunni Já/Nei. „Ég mun fara yfir víðari völl en hingað til, verkin flæða úr einu yfir í annað, leikur með skala og samskeytingu andstæðra hugmynda og mynda.“

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum, sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu, boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Sýningin mun standa yfir til 9. maí.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -