2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Íslensku húsgögnin sem prýða Bessastaði

  Einn af sölum Bessastaða hefur verið helgaður íslenskri hönnun og húsgagnagerð. Á föstudaginn tók Guðni Th. Jóhannesson við sérvöldum íslenskum húsgögnum sem munu prýða Bessastaði.

  Húsgögnin sem um ræðir eiga það sameginlegt að vera verk íslenskra hönnuða og framleidd á vegum íslenskra fyrirtækja.

  Þetta eru íslensku húsgögnin sem nú prýða Bessastaði.

  Marmo innskotsborðið, hannað af Ólöfu Jakobínu Ernudóttur. Plata borðsins er úr hvítum carrara-marmara og fæturnir úr pólýhúðuðu stáli.

  Sófinn og stóllinn Dímon eftir Erlu Sólveigu Óskarsdóttur, framleitt hjá Á. Guðmundsson. Sófinn og stólarnir eru framleiddir ýmist með stálfótum eða viðarfótum auk þess sem hægt er að fá húsgögnin annaðhvort með leður- eða tauáklæð

  AUGLÝSING


  Stóllinn Skata er hannaður af Halldóri Hjálmarssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2019), og framleiddur hjá Random Ark. Skata er fyrsti formbeygði stóllinn sem er framleiddur á Íslandi og í raun elsti stóllinn sem er fjöldaframleiddur hér á landi.

  Sófaborðið Spíss er hannað af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Það er Á. Guðmundsson sem smíðar sófaborðin eftir pöntun í nokkrum útfærslum, ýmist með viðarfótum eða stálfótum.

  Stóllinn Kjarval er hannaður af Sveini Kjarval (1919-1981) og framleiddur fyrir Epal. Stóllinn sem var hannaður árið 1962 var upphaflega hannaður fyrir Kaffi Tröð sem var fjölsótt kaffihús í Austurstræti. Stóllinn er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.

  Stóllinn Sindri er hannaður af Ásgeiri Einarssyni (1927-2001). Stóllinn sem var hannaður 1962 var vinsæll seint á sjöunda áratugnum en var um árabil ófáanlegur.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is