Jólamarkaður og ný vinnustofa Bjarna Sigurðssonar leirlistamanns

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarni Viðar Sigurðsson leirlistamaður opnaði nýverið nýja og glæsilega vinnustofu sem viðbyggingu við íbúðarhúsnæði sitt að Hrauntungu 20, í Hafnarfirði. Vinnustofan þjónar nú einnig tilgangi sýningarrýmis þar sem auðvelt er að taka á móti gestum en Bjarni stefnir á að halda sinn árlega jólamarkað nú í desember þrátt fyrir breytt landslag.

Mynd / Hallur Karlsson

Markaðurinn í ár er sá fjórtándi sem Bjarni hefur haldið eftir að hann flutti til Íslands, ásamt manni sínum Guðbrandi Árna Ísberg. Hann segir að það hafi ekki verið inni í myndinni að sleppa markaðnum í ár þar sem hann er orðinn ómissandi þáttur í jólahaldi margra og nýja húsnæðið mun hentugra en það gamla til þess að taka á móti fólki. Bjarni hefur gert allar þær ráðstafanir sem til þarf með tilliti til sóttvarna. Til að mynda lengdi hann opnunartímann, skipulagði rýmið þannig að inngangurinn sé ekki sá sami og útgangurinn og verða allar veitingar sérpakkaðar. Einnig er hægt að bóka sérstakan heimsóknartíma óski fólk eftir því.

Mynd / Hallur Karlsson

Markaðurinn verður opinn frá klukkan 10-18, dagana 3.-6. desember, í Hrauntungu 20.
Því er tilvalið að gera sér ferð í Hafnarfjörð og upplifa sannkallaða jólastemningu í aðdraganda jólanna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -