Jólaskraut sem fer í endurvinnslu eftir jólin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í hatíðarblaðinu lítum við inn hjá þeim Karen Ósk innanhússráðgjafa og Sóleyju sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Gallup. Íbúðin er stílhrein og það er hálfpartinn eins og hún umvefji okkur notalegu andrúmslofti.

Stílnum lýsir hún sem klassískum undir skandinavískum áhrifum. Hér er blandað saman gömlu og nýju til þess að skapa persónulegan stíl. Litirnir eru róandi og á sama tíma ferskir og eru plöntur í hverju rými. Látlausar jólaskreytingar mynda áreynslulaust jafnvægi við
aðra innanstokksmuni heimilisins. Karen segir stílinn hafa þróast í gegnum árin
og breyst í takt við það.

„Ég vil ekki eiga mikið af skrauti í geymslunni sem tekur pláss.“

Nánar í hátíðarblaðinu fallega.

„Ég er frekar mínimalisk þegar kemur að jólaskreytingum, ég vil ekki eiga mikið af skrauti í geymslunni sem tekur pláss. Ég nota mest grænar greinar, blóm, kerti, mandarínur og annað slíkt jólaskraut sem fer í endurvinnslu eftir jólin. Aðventukransinn er til dæmis búinn til að hluta úr þurrkuðum blómum sem ég hef safnað yfir haustið,“ segir Karen.

Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í hátíðarblaðinu. Karen gefur líka lesendum góð ráð sem hafa reynst henni vel.

Myndir / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -