„Jólatréð með öllu skrítna jólaskrautinu mínu er aðalatriðið í stofunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fallegu sjávarplássi í mynni Svarfaðardals við Eyjafjörð, nánar tiltekið á Dalvík búa þau Anna Kristín Guðmundsdóttir umhverfishönnuður og sambýlismaður hennar, Einar Dan
Jepsen búfræðingur, ásamt kettinum Mikael Jepsen sem kallaður er Mikki.

Heimilið var komið í jólabúning og tignarlegt jólatré af skógarreit fjölskyldunnar tók á móti okkur í stofurýminu. Í húsinu er samansafn muna alls staðar frá en þeim er mikið í mun að endurnýta hluti og húsgögn og þau ná með skemmtilegum hætti að draga sveitasjarmann inn á heimilið

Aðspurð segist Anna alltaf haft mikla ástríðu fyrir öllu því sem við kemur heimilinu.

„Ég keypti sjónvarpsskáp og smáhluti í herbergið mitt fyrir fyrstu launin mín. Áhuga minn á heimilinu fæ ég fyrst og fremst frá mömmu sem hefur lengi fylgst með fasteignamarkaðnum, skoðað hús og lesið hönnunartímarit allt frá því að ég man eftir mér. Þetta smitaðist fljótt yfir til mín og ég man þegar ég var lítil og klippti út fasteignaauglýsingar til þess að byggja eins hús úr kubbum. Þá hefur það verið draumur minn frá því ég var lítil og sat á bókasafninu með mömmu að skoða Hús og híbýli að einn daginn myndi húsið mitt vera þar,“ segir hún og brosir.

„…ég man þegar ég var lítil og klippti út fasteignaauglýsingar til þess að byggja eins hús úr kubbum.“

Hvernig skreytir þú fyrir jólin?

„Mér finnst mjög fallegt að skreyta með trjágreinum af furutrjám, greni, lerki og birki sem ég grisja á skógarreit fjölskyldunnar. Ég set greinar í vasa, með kertaskreytingum eða jafnvel hengi í loftið með seríum en það setur svo skemmtilegan og vetrarlegan svip á heimilið. Jólatréð með öllu skrítna jólaskrautinu mínu er aðalatriðið í stofunni og svo hengi ég heimagerða grenikransa með seríum í gluggana. Ég reyni að nýta það sem ég á til og nota með náttúrulegum skreytingum,“ segir Anna

Viðtalið í heild sinni og fleiri myndir í hátíðarblaði Húsa og híbýla.

Myndir / Auðunn Níelsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -