2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  KEX Hostel opnar í Portland

  Íslenska gistiheimilið KEX Hostel hefur nú opnað útibú í Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Eigandi KEX, Kristinn Vilbergsson, segir frá nýja útibúinu í viðtali við Conde Nast Traveller.

  Kex í Portland er staðsett í austurhluta borgarinnar. Hótelið er á fjórum hæðum og hefur að geyma 15 herbergi með kojum með ýmist átta eða 16 svefnplássum.

  Þeir sem kjósa meiri lúxus og vilja ekki deila herbergi með öðrum gestum geta þá bókað einkaherbergi með annað hvort queen size eða king size rúmi. 14 slík herbergi eru á hótelinu.

  Fallegt veggfóður setur skemmtilegan svip á gangana en listakonan Melanie Nead teiknaði mynstrið.

  AUGLÝSING


  KEX Hostel opnaði í Reykjavík, við Skúlagötu, árið 2011 og hefur notið mikilli vinsælda síðan þá. KEX í Portland er í sama stíl og KEX í Reykjavík hvað innréttingar og þjónustu varðar er fram kemur í umfjöllun Conde Nast.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is