2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Kjartan Páll í Epal: „Konan mín myndi segja að ég safnaði stólum“

  Kjartan Páll Eyjólfsson eða Kjartan í Epal eins og hann er oftast kallaður er mikill fagurkeri og hönnunarnörd en hann hefur verið framkvæmdastjóri verslunarinnar Epal um árabil. Kjartan var spurður spjörunum úr í 1. tbl. Húsa og híbýla á þessu ári og hér er lítið brota af svörunum hans.

  Hvað er það skemmtilegasta í þínu starfi? Skemmtilegast er að hitta alla hönnuðina, bæði þá eldri og reyndari og sérstaklega þá yngri sem koma til okkar að kynna nýjar vörur og jafnvel til að fá ráðleggingar, en við í Epal höfum alla tíð lagt okkur fram um að styðja við bakið á íslenskum hönnuðum.

  Fallegasta bygging erlendis? Radisson Collection Royal Hotel í Kaupmannahöfn. Hannað af Arne Jacobsen árið 1960 og hannaði hann einnig allt fyrir húsið, frá hurðahúnum til húsgagna. Það er mikil upplifun fyrir þann sem kann vel að meta góða hönnun að heimsækja það.

  Radisson Collection Royal Hotel í Kaupmannahöfn.

  AUGLÝSING


  Áttu þér uppáhaldshönnuð? Uppáhaldshönnuðir mínir eru Hans J. Wegner og Arne Jacobsen – þeirra hönnun er algjörlega tímalaus, bæði form og efnisnotkun.

  Áttu þér uppáhaldslit? Hvern? Rauður er uppáhaldsliturinn minn – bæði má sjá hann í Epal lógóinu og er hann einnig liturinn á uppáhaldsfélögum mínum sem eru Valur og Liverpool.

  Uppáhaldshlutur? Minn uppáhaldshlutur er Poet-sófinn, hannaður af Finn Juhl árið 1941.

  Boet-sófinn

  Safnarðu einhverju? Hverju? Ef konan mín myndi svara þessu þá myndi hún segja STÓLAR.

  Áttu þér uppáhaldssafn á Íslandi? Á Íslandi er það Ásmundarsalur þar sem maður getur blandað saman list og fengið sér gott kaffi.

  En erlendis? MOMA-safnið í New York er eitt af mínum uppáhaldssöfnum.

  Hvaða borg myndirðu velja til að njóta hönnunar og arkitektúrs? Kaupmannahöfn engin spurning, dönsk hönnun heillar mig mest.

  Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Mynd/Eric Gaveart

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is