• Orðrómur

Klassísk hönnun í einbýlishúsi í Ólafsvík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á dögunum kíkti blaðamaður og ljósmyndari Húsa og híbýla í heimsókn til Helgu Jóhannsdóttur sem býr í einstaklega fallegu einbýlishúsi í Ólafsvík ásamt manni sínum, Magnúsi Darra Sigurðssyni, 10 mánaða dóttur þeirra Bríeti Lív, og hundinum Össu. Fjölskyldan er svo að stækka en þau eiga von á sínu öðru barni í júní. Heimili þeirra er sérlega stílhreint og vönduð, klassísk hönnun er þar í aðalhlutverki.

Það fyrsta sem blasir við gestum sem ber að garði er glæsilegt útsýnið frá húsinu, það var einmitt það sem heillaði Helgu og Magnús á sínum tíma þegar þau voru að festa kaup á eigninni.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Húsið sjálft er rúmir 164 fermetrar, það var byggt árið 1974 en skipulagi hússins hefur verið breytt mikið síðan þá. Fyrri eigandi lét taka eignina í gegn árið 2007 og fékk Rut Káradóttur innanhússarkitekt í verkið. Helga segir þær breytingar sem fyrri eigandi lét gera á húsinu algjörlega höfða til sín.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Við fluttum inn árið 2017 og þurftum í rauninni ekkert að gera nema að mála, við vorum mjög ánægð með að þurfa ekki að ráðast í neinar framkvæmdir. Stíllinn er algjörlega okkar,“ segir Helga og tekur efnisval sem dæmi en ljós marmari og reykt eik er áberandi í húsinu.

- Auglýsing -

Síðan þau fluttu inn hafa Helga og Magnús þó smátt og smátt breytt og bætt. Þegar Helga er spurð út í húsgagnaval segir hún þau Magnús ávallt vanda valið og kaupa klassíska hönnun og fjárfesta til framtíðar. „Við veljum húsgögn sem endast og tökum góðan tíma í að velja réttu hlutina inn á heimilið. Við áttum t.d. ekki náttborð í mörg ár vegna þess að við gátum ekki ákveðið hvernig náttborð við vildum,“ útskýrir Helga. Hún segir flest sem snýr að heimilinu vera hugsað til langs tíma.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Innlitið í heild sinni má sjá í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla. 

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -