• Orðrómur

Knot-púðinn í stærri útgáfu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margir íslenskir fagurkerar kannast við Knot-púðann eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur en púðinn var fyrst sýndur á HönnunarMars árið 2012 og prýðir í dag mörg íslensk heimili.

Það er sænska hönnunarstúdíóið Design House of Stockholm sem framleiðir Knot-púðann í samstarfi við Ragnheiði og fyrir skemmstu leit ný útgáfa af honum dagsins ljós, það er stór útgáfa af Knot.

- Auglýsing -

Ragnheiður segir þessa nýju útgáfu hafa verið rökrétt næsta skref í samstarfinu. „Að leika sér með stærðina og sjá hvað við gætum þróað í kjölfarið. Ég er líka að leika svolítið með samspil forms og notagildis þar sem púðinn getur í rauninni staðið einn og sér eins og skúlptúr,“ segir hún. Stóri-Knot er sem sagt skemmtilegur skúlptúr sem þjónar einnig þeim tilgangi að vera kollur.

Sjálf notar Ragnheiður stóra-Knot sem sæti þegar hún stundar jóga eins og
kemur fram á Facebook-síðu Design House of Stockholm.

Knot cushion by Ragnheidur Sigursdottir is a fantasy form taking its inspiration in the making of knots, knitting,…

Posted by DESIGN HOUSE STOCKHOLM on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -