2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Kommóðan var notuð undir verkfæri uppi í sumarbústað

  Jóna María og Andrés búa í einstakri íbúð á Tjarnargötu en fallegir bitar, gólf og mikil lofthæð setur sterkan svip á eignina. Þau hafa verið dugleg að nýta þann efnivið sem fyrir var í húsinu og hafa þau einnig verið mjög útsjónarsöm hvað húsgagnaval varðar.

   

  „Ég hef tileinkað mér að kaupa fremur notuð húsgögn og gera þau að mínum. Við erum enn þá ung og tímum ekki að eyða rosalega miklum fjármunum í húsgögn og átta okkur svo kannski á því seinna meir að þetta er ekki endilega okkar stíll. Við erum enn þá svolítið að prófa okkur áfram og þróa okkar stíl,“ segir Jóna.

  „Sófann keypti ég til dæmis notaðan og setti á hann nýtt áklæði og fætur, sem gerir hann einstakan að mínu mati, hann kemur með svolítinn glamúr inn í íbúðina. Sófaborðið keypti ég notað af vinkonu minni og bókaskápurinn kemur frá afa hans Andrésar sem var sérsmíðaður fyrir hann á sínum tíma. Hann er algjör miðpunktur stofunnar. Borðstofuborðið keyptum við á Bland.is og létum sprauta það, en við vorum búin að sjá fyrir okkur að hringborð sem hægt væri að stækka myndi henta vel í rýmið.

  „…skenkurinn sem er í forstofunni er frá ömmu minni en hún fékk hann í fermingargjöf.“

  Glerskápurinn var sýningareintak úr búð sem var að hætta starfsemi og skenkurinn sem er í forstofunni er frá ömmu minni en hún fékk hann í fermingargjöf. Ég rambaði á hann af algjörri tilviljun en afi notaði hann undir verkfærin sín uppi í sumarbústað. Það hvarflaði að okkur að skipta út fataskápnum inni í svefnherbergi en við ákváðum síðan að gera hann upp en við tókum hann allan í sundur og pússuðum sem var töluverð vinna,“ útskýra þau.

  AUGLÝSING


  Lestu viðtalið við þau í heild sinni í 9. tölublaði Húsa og híbýla og sjáðu fleiri myndir af fallegu heimili þeirra.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Myndir / Unnur Magna

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is