Komu sér fyrir á mettíma

Deila

- Auglýsing -

Í sjötta tölublaði Húsa og híbýla er að finna innlit til Ásdísar Rósu, eða Döddu eins og hún er kölluð, á heimili hennar í Laugardalnum. Dadda og fjölskylda hennar eru tiltölulega nýflutt inn en þeim tókst að koma sér fyrir á mettíma.

Að sögn Döddu voru þau búin að mála allt, setja upp allar myndir og húsgögn og koma sér fyrir að öllu leyti á afar skömmum tíma. „Ég get fullyrt það að óléttar konur komast upp með að setja meiri pressu heldur en þær sem eru það ekki,“ segir Dadda og hlær. Ásamt því að mála alla íbúðina brutu þau niður vegg í forstofunni og teiknuðu upp stálhurð sem þau létu setja þar inn sem opnaði töluvert forstofurýmið og setur tóninn fyrir íbúðina.

Við horfum út um stóra stofugluggana en þau eru með útsýni yfir allan Laugardalinn og víðar. Sólin skín og grasið er farið að grænka en stærðarinnar verönd er fyrir framan húsið. „Ég hefði ekki trúað því fyrr en ég eignaðist börn hvað það eru mikil lífsgæði að hafa garð. Nú höfum við ekki búið hér yfir sumar en bara á þessum mánuðum sem við höfum verið hér þá hefur garðurinn verið í töluvert mikilli notkun,“ bætir hún við.

Lestu viðtalið við Döddu og sjáðu fleiri myndir í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

- Advertisement -

Athugasemdir