• Orðrómur

Korktaflan nútímavædd– BIG-GAME fyrir Muuto

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Svissneska hönnunarstofan BIG-GAME var sett á fót árið 2004 af þeim Augustin Scott de Martinville, Elric Petit og Grégoire Jeanmonod. Stofan hefur hlotið ótal verðlaun fyrir hönnun sína frá stofnun og má finna verk eftir þá á söfnum á borð við MoMA, Museum für Gestaltung og Musée du Grand-Hornu.

Bold-stólinn kannast eflaust margir við sem þeir hönnuðu fyrir Moustache á sínum tíma, en verk stofunnar einkennast af einföldum fomum, virkni og endingargóðum efnivið.

Nú hafa þeir sett á markað Story Pinboard sem hefur tilvísun í æskuminningar þeirra um hina hefðbundnu korktöflu. Vöruna, sem hefur korkyfirborð með litlum geymsluvasa, er hægt að útfæra eftir eigin höfði og hún setur hlýjan og nútímalegan svip á heimaskrifstofuna og vinnustaðinn.

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -