Lausnamiðuð hönnun í kjölfar COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sex hönnuðir frá Kína hafa tekið sig til og búið til seríu af vörum sem eiga að efla lýðheilsu í kjölfar COVID-19. Vörurnar eru hannaðar til þess að vernda bæði notandann og þá sem eru í kringum hann fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma.

 

Serían hefur hlotið nafnið Create Cures (CC) sem er tilvísun í góðgerðarstofnunina Create Cures Foundation sem stofnuð var árið 2015 og hefur það að markmiði að efla skapandi fræðslu og þekkingu.

Frank Chou, sem hafði frumkvæði að verkefninu, segir að þeir sem hönnuðir verði að geta endurskilgreint hvað hönnun er þegar staðið er frammi fyrir ástandi sem þessu og líta á þetta sem tækifæri og áskorun í hönnun; hvað sé hægt að gera og gefa af sér.  Að sögn Chou er þetta langtímaverkefni sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Verkefnið er enn á byrjunarstigi og vonast þeir til að fleiri hönnuðir og fólk í skapandi greinum, fjölmiðlar og aðrar stofnanir gangi til liðs við þá.

Sterilising-lampinn eftir Chou gefur frá sér útfljólublátt ljós (UV), sem notað er fyrir dauðhreinsun vinnusvæða og tóla, og er hann hugsaður í forstofu á heimili notandans. Lampinn er með bakka undir skerminum sem er ætlaður til þess að setja hluti á líkt og síma, lykla og veski. Skerminum er ýtt niður og hylur þannig hlutina og virkjar innri UV-ljósgjafann. Eftir 60 sekúndur lyftist skermurinn sjálfkrafa upp og hafa þá hlutirnir verið sótthreinsaðir. Með þessari hönnun vonast Chou til þess að skapa vörur sem geta orðið hluti af daglegu lífi fólks á tímum sem þessum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -