2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gamlar gersemar á heimilinu

  Leynast gamlar gersemar í geymslunni hjá ömmu og afa, frænku eða frænda? Fjölmörg gömul húsgögn geta sett einstakan svip á heimilið, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

   

  Í Bárujárnshúsi í Laugardalnum býr ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir en hún heillast af hönnun þar sem notagildi og útlit fer saman og hér er að finna gamlar gersemar í bland við nýrri hönnun. Svarti stóllinn er úr Góða hirðinum og bláu stólarnir eru gömul íslensk hönnun en þeir voru settir í nýjan búning með áklæði frá Epal.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Fjögurra hæða pallhús í Reykjavík en húsráðendur keyptu húsið tilbúið undir tréverk og innréttuðu það sjálf. Hér er að finna fallega hönnun á hverju strái, húsráðendur hafa greinilega gott auga. Ruggustóllinn er úr Góða hirðinum og þarna má einnig sjá gamlan skenk sem geymir fallega muni.

  AUGLÝSING


  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Í einstöku raðhúsi í Fossvoginum er að finna samansafn af klassískri hönnun og gömlum mublum. Hillan til vinstri var brúðkaupsgjöf til foreldra húsráðanda sem fær nýtt hlutverk á þessu heimili. Einnig má sjá ruggustól eftir Svein Kjarval sem hannaður var árið 1960. Chesterfield-sófarnir komu fyrst fram á sjónarsviðið á 19. öld og sjást enn á mörgum heimilum í dag. Það er kúnst að blanda saman gömlu og nýju á smekklegan hátt.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Smekklegt hús í Breiðholti sem hlaðið er persónulegum og litríkum munum úr öllum áttum. Hér má sjá nettan snyrtistól sem gengið hefur í erfðir og fengið nýtt útlit í þessum fágæta túrkísbláa lit en algengara er orðið að fólk láti bólstra stóla á ný og gefi þeim þannig framhaldslíf.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Rómantík á Seyðisfirði. Hér má líta gamalt borðstofusett úr fjölskyldu húsráðanda. Gamlir kistlar og kertastjakar sem hægt er að nota á marga vegu. Það er hægt að grafa eftir gersemum sem þessum á öllum helstu nytjamörkuðum.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Þessi stóll sést æ oftar á íslenskum heimilum í dag og samkvæmt okkar heimildum hafa þeir meðal annars sést í Góða hirðinum og Portinu. Hérna má sjá fallega blöndu af djúpum litatónum og náttúrulegum efnivið en það var innanhússhönnuðurinn Sæja sem innréttaði þessa íbúð á skemmtilegan hátt.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

  Hér fær gömul prentskúffa nýtt hlutverk sem hilla fyrir ýmislegt smálegt.

  Mynd / ljósmyndarar Birtíngs

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum