2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gucci færir út kvíarnar – Hönnun sem kemur á óvart

  Ítalska hátískumerkið Gucci hefur opnað veitingastað á efstu hæð verslunarinnar í Beverly Hills, Los Angeles.

  Mynd / Pablo Enriquez fyrir Gucci.

  Veitingastaðurinn dregur nafn sitt að hluta frá yfirkokkinum og Michelin-manninum Massimo Bottura, sem töfrar þar fram ekta ítalskan mat sem hentar andrúmsloftinu vel. Þetta er í annað sinn sem Bottura er í samstarfi við Gucci en árið 2018 starfaði hann með vörumerkinu á matsölustað í Flórens á Ítalíu sem er staðsettur á sama stað og Gucci Garden-safnið sem bæði selur og sýnir einstaka verk frá Gucci.

  Gamall predikunarstóll notaður sem barborð.

  50’s veggfóður úr heimilislínu Gucci þekja staðinn, sem gefur honum fágað og notalegt yfirbragð og færa hugann til Ítalíu. Andstæður mætast í lita- og efnisvali þar sem mjúkir og djúpir litatónar, marmari, viður og gerðarlegur textíll spila saman og mynda glæsilega heild í anda vörumerkisins.

  AUGLÝSING


  Mynd / Pablo Enriquez fyrir Gucci.

  Fallegur bogadreginn bekkur með rauðu flauelsáklæði.

  Gucci er hluti af sívaxandi bylgju hátískuhúsa sem hanna sína eigin veitingastaði en vörumerkið kemur til með að fagna 100 ára afmæli sínu á næsta ári.

  Mynd / Pablo Enriquez fyrir Gucci.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum