2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bjargey eignaðist draumapallinn – Sjáðu myndirnar

  Bjargey Ingólfsdóttir segir á vefsíðu sinni bjargeyogco.com frá framkvæmdum fjölskyldunnar, sem nýlega stækkaði pallinn við heimilið og útbjó sannkallaða paradís til að nota og njóta þegar veður er gott. Fjölskyldan hefur búið í húsinu í átta ár, og hefur hún smám saman verið að taka húsið í gegn.

  Bjargey

  Pallasmíðin hófst í fyrra, en pallurinn sem fyrir var var 10 fermetrar og segir Bjargey að borð og stólar hafi því þurft að vera úti á grasi. „Draumurinn var að stækka pallinn og fá okkur heitan pott,“ segir Bjargey. „Geta grillað og borðað úti, verið með blóm, plöntur og sólbaðsaðstöðu.”

  Mynd / Bjargey

  AUGLÝSING


  Fjölskyldan fékk sér arkitekt til að teikna pallinn, og kom sér vel að bróðir Bjargeyjar er bæði arkitekt og smiður. Hann, eiginmaður Bjargeyjar og faðir hans sáu síðan um smíðina að mestu leyti.

  Mynd / Bjargey

  Nýi pallurinn er töluvert veglegri en sá gamli, eða 75 fm í stað 10 fm áður. Að smíði lokinni fékk Bjargey síðan tækifæri til þess „að gera það sem ég elska, skipuleggja, raða og setja á pallinn húsgögn og gera hann hlýlegan.“

  Mynd / Bjargey

  Mynd / Bjargey

  „Við höfum alltaf verið mjög dugleg að borða úti á sumrin þegar veður leyfir, en við stefnum líka á að fá okkur hitara á pallinn til þess að geta setið lengur úti á kvöldin,“ segir Bjargey.

  Mynd / Bjargey

  Mynd / Bjargey

  Mynd / Bjargey

  Mynd / Bjargey

  Fleiri myndir, fyrir og eftir, má sjá á vefsíðu Bjargeyjar. Og á Instagram má sjá myndbönd frá framkvæmdunum.

  „Ég mun einnig sýna frá nýjum verkefnum og framkvæmdum á INSTAGRAM og hérna á heimasíðunni í sumar en það eru mörg skemmtileg verkefni framundan hjá okkur,“ segir Bjargey. „Við ætlum meðal annars að breyta stofuglugganum sem þið sjáið á myndinni hér að ofan í tvöfalda hurð svo hægt sé að ganga út á pallinn beint úr stofunni.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum