Litur nóvembermánaðar – Folda

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Moldarbrúnn litur varð fyrir valinu sem litur nóvembermánaðar. Hlýlegur og töff.

 

Nú þegar haustlægðirnar eru farnar að banka á glugga landsmanna er ekki úr vegi að gera heimilið notalegt og hlýlegt með málningu. Dökkir litir á veggi geta gert umhverfið afar notalegt og því völdum við moldarbrúnan tón sem lit nóvembermánaðar og höfum gefið honum nafnið Folda. Þótt liturinn sé vissulega brúnn þá er hann samt með ögn af fjólubláum tóni sem minnir svolítið á eggaldin en tónninn sést misvel eftir því hvernig ljósið fellur á hann.

Við teljum að Folda henti einstaklega vel í stofuna, borðstofuna eða í sjónvarpsherbergið en einnig er liturinn tilvalinn í svefnherbergi.

Aðrir litir sem fara vel með Foldu eru t.d. hvítur, ljósbrúnn og svartur en einnig er gull og kopar einstaklega fallegt með litnum. Fallegir gylltir og svartir myndarammar henta vel á og við veggi með litnum, svo og ljós strá og grænar plöntur.

Appelsínugulir tónar og koparbrúnir litir fara líka vel með Foldu. En eins og alltaf er með liti þá er gaman að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og prófa sig áfram.

Dökkir litir á veggi geta gert umhverfið afar notalegt.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Blokkin sem skiptir litum“ fær viðurkenningu

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og frágang fjölbýlishússins að...