2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Litur októbermánaðar er Móa

  Haustið er okkur á ritstjórn Húsa og híbýla hugleikið í litavali og því völdum við undurfagran rauðbrúnan sem lit októbermánaðar.

   

  Þessi litur hefur víða verið að skjóta upp kollinum í svolítið mismunandi tónum, stundum vel brúnskotinn en einnig með fallegum rauðbleikum tónum. Móa er í raun þarna mitt á milli, svolítið brún- og bleiktóna í senn.

  Þessi litur er skemmtilegur á einn vegg í stofu, borðstofu, í hol eða svefnherbergi og einnig í stóra innganga eða stigarými. En auðvitað er hægt að mála hvaða hluta híbýla sem er í litnum allt ferð það eftir smekk og eðli rýmis.

  Brúnir tónar henta vel með Móu.

  AUGLÝSING


  Litir og húsgögn sem passa vel með þessum lit eru bast- og furuhúsgögn en einnig passar mjög vel að vera með þurrkuð strá sem eru mikið í tísku um þessar mundir. Brúnir tónar henta vel með litnum ásamt grænum plöntum eins og kaktusum.

  Það getur líka verið skemmtilegt að taka litinn í allt aðra átt og hafa t.d. grænan velúrsófa eða -stóla við hann og nota gull og falleg, litrík blóm með honum.

  Mynd / Byko

  Þetta er skemmtilegur og hlýlegur tónn sem gaman er að leika sér með og gefur lífinu lit.

  Myndir / BYKO

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum