Víóla er litur júnímánaðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljós og lokkandi lillablár litur varð fyrir valinu hjá ritstjórn Húsa og híbýla enda hásumar og náttúran skartar sínu fegursta.

Víóla er ferskur og svolítið nýr litur í litaflóru landsmanna þar sem gráir, brúnir og dökkbláir litir hafa ráðið ríkjum undanfarin misseri. Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn passar sérlega vel með svörtu, hvítu, brons og gulli en einnig hentar hann vel með dökkgrænum litum sem er að finna í pottaplöntum. Víóla hentar sérlega vel í eldhúsið, á baðið, í barnaherbergið og í falleg hol. Þessi litur fæst í Byko.

Víólaliturinn er með svolítið muskulegan tón sem gerir hann djúpan og dulúðlegan. Liturinn fæst í Byko.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira