2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Heillandi danskt handbragð

  Danski hönnuðurinn Nicholai Wiig Hansen hefur átt og rekið sitt eigið hönnunarstúdíó síðan hann var 26 ára og getið sér gott orð í hönnunarheiminum. Hann leggur mikla áherslu á virkni, hlutföll og notagildi í verkum sínum og er hann innblásinn af öllu því sem umlykur hann dagsdaglega; umhverfinu, náttúrunni og jafnvel matargerð.

  Þegar Nicholai Wiig Hansen hannar nýja vöru sér hann fyrir sér allt framleiðsluferlið frá upphafi til enda, allt til sjónarhorns neytandans áður en hún fer niður á blað sem hugmynd. Hann miðar vöruna sem hann hannar út frá sjálfum sér, en list og hönnun hafa ætíð átt hug hans allan og með óbilandi löngun til þess að gefa af sér og skapa hefur Nicholai hannað fyrir mörg af fremstu húsgagnafyrirtækjum heims.

  Þar má meðal annars nefna Fritz Hansen, Normann Copenhagen, IKEA, Frama, Lightyears o.fl. en þess má geta að hönnuðurinn var tilnefndur sem besti danski hönnuðurinn árið 2012 af Bolig Magasinet.

   

  Sintra-borðið hannað 2011 fyrir Frama var rissað upp á servíettu í fyrstu þegar Nicholai hitti Niels Strøyer, forstjóra Frama. Hann óskaði sér vöru sem gæti farið frá skissu til fullunnar vöru á skömmum tíma. Þar er Nicholai á heimavelli en hönnunin er samblanda af hörðum og mjúkum, náttúrulegum efnum; marmara og korki. Borðið kemur í tveimur mismunandi stærðum.

  AUGLÝSING


  Ljós með persónuleika! Night Owl-lampinn, hannaður af Nicholai fyrir Fritz Hansen, er virkilega falleg og skemmtileg hönnun, innblásin af náttúrunni. Borðlampinn gefur frá sér hlýlega birtu en hægt er að leika sér með mismunandi skugga lampans eftir því hvernig hann stendur. Night Owl er hægt að koma fyrir hvar sem er á heimilinu og er aðlaðandi hönnun sem stenst tímans tönn.

  Tablo-borðið er smart og stílhreint sem hannað var árið 2011 fyrir Normann Copenhagen. Borðið er gott dæmi um það þar sem notagildi, efnisval og fegurð spilar vel saman en borðið hefur notið mikilla vinsælda sem stofuborð og sést á ófáum heimilum í dag. Tablo-borðið kemur í tveimur stærðum og nokkrum litum.

  GEO-kannan var hönnuð árið 2012 fyrir Normann Copenhagen en markmið hönnunarinnar var að búa til könnu sem er vönduð og að sama skapi lífleg og litrík. Nicholai segist hafa unnið með ákveðnar línur og geómetrísk form við hönnun könnunnar sem gefur henni jafnvægi og stöðugleika. Kannan vann meðal annars til Red Dot-hönnunarverðlaunanna í sínum flokki árið 2013. Hún kemur í ýmsum litum og setur svip sinn á heimilið, en kannan tekur 1 l og heldur bæði heitu og köldu.

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum