2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Mér finnst gaman að leika mér“

  Íris Ösp er grafískur hönnuður sem á og rekur fyrirtækið Reykjavík Underground.

   

  Þar hannar hún einnig og selur vörur undir nafninu „Punkland“. Íris starfar mikið fyrir fyrirtæki og einstaklinga, allt frá því að hanna heildarútlit mörkunar fyrir fyrirtæki, aðstoða við heimasíður, sjá um uppsetningu bæklinga og svo hefur hún gefið út barnabók, Sokkaskrímslið. Hún segir að það skipti sköpum fyrir sig að hafa gaman að því sem hún er gera.

  „Það er alveg svakalega fjölbreytt,“ segir Íris, spurð hvernig verk hún gerir aðallega og fyrir hvað. „Ég hef verið að vinna mikið að mörkun fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki sem eru með start up-fyrirtæki sem er alltaf skemmtileg vinna. Þá hanna ég og vinn að heildarútliti í samstarfi við einstaklinginn eða fyrirtækið.

  Myndir / Hallur Karlsson

  AUGLÝSING


  Ég hanna merki, hjálpa við litaval, aðstoða við uppsetningu heimasíða, hanna nafnspjöld og bæklinga og margt fleira. Ég hef líka fengist við slatta af umbrots- og hönnunarverkefnum í tengslum við tímarit. Má þar t.d. nefna nýja barna- og ungmennatímaritið „HVAГ og tímarit fyrir Pukinn.com, ég verð áfram að vinna í þessum verkefnum. Ég hef líka hannað línu af tækifæriskortum, ÞÚ!-kortum þar sem viðtakandi fær falleg skilaboð og sér svo sjálfan sig þegar kortið er opnað.“

  Íris segist fyrst og fremst vera grafíklistamaður. „Ég lærði grafíska hönnun og sjónræn samskipti í Flórens á Ítalíu og lauk þar BA-námi í samstarfi við Notthingham-háskólann á Englandi. Þótt ég hafi verið búin að læra grafík hér á Íslandi áður en ég flutti út og farin að vinna við það, þá litaði námið mitt úti mjög mikið list mína eins og hún er í dag. Við lærðum mikið að vinna grafík „fatto a mano“ í höndunum og einnig var lögð áhersla á teikningu, þó aðallega fyrsta árið. Seinna í náminu fórum við svo að vinna meira á tölvu. Við tókum mikið þrívíddarhönnun seinnipart námsins og þar fann ég mig. Það er eitthvað heillandi við það að sjá hugmyndirnar sínar á alla kanta.

  Myndir / Hallur Karlsson

  Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og lagði mikla áherslu á hana í náminu en áður tók ég ljósmyndun í Myndlistaskólanum í Reykjavík undir góðri handleiðslu Erlu Stefáns og Vigfúsar Birgissonar. Ljósmyndun og grafísk hönnun eru tveir þættir sem vinna mjög vel saman svo það er auðvelt fyrir mig að blanda því og gera verk úr hvoru tveggja.“

  Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

  „Ég hugsa að ég hafi nú frekar blandaðan stíl. Stundum fer ég í meiri einfaldleika eins og náttúrumyndirnar og ÞÚ-kortin, en mér finnst líka gaman að leika mér og tek mig ekki of alvarlega. Held að það kallist seint „fine art“ að gera verk með Lego-köllum eða blöðrudýrum. Mér finnst mikilvægt að hafa húmor og hafa gaman að þessu. Stundum skín svolítil kaldhæðni eða gráglettni í gegnum verkin mín.“

  Myndir / Hallur Karlsson

  Hægt er að nálgast verk eftir Írisi á:

  www.reykjavik-underground.com
  Instagram: reykjavik_underground
  Facebook: Reykjavik Underground Design Studio
  [email protected]

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum