2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sækir innblástur í þjóðsögur og ævintýri

  Heiðdís Buzgó er ung listakona búsett á Akureyri. Heiðdís er útskrifuð úr fornámi í sjónlistadeild Myndlistarskólans í Reykjavík og hefur fengist við ýmis verkefni bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Á síðasta ári myndskreytti hún síðan sína fyrstu barnabók sem ber heitið Sagan um Ekkert.

  „Ég er alltaf að færast lengra og inn í heim myndskreytinga,“ segir Heiðdís. „Ég lít svolítið á mig sem teiknara. Teikna og mála mikið fólk og fígúrur. Ég hef alltaf verið að teikna og eitthvað brasað við þetta í menntaskóla. Svo var það árið 2017 sem ég tók þá ákvörðun að stefna á þennan feril af alvöru.“

  Hefurðu alltaf haft gaman að því að teikna og mála? „Já, alveg frá því ég man eftir mér,“ svarar hún. „Ég get sökkt mér inn minn eigin heim og gleymt öllu öðru í kringum mig svo klukkutímum skiptir.“

  Hvernig lísirðu stílnum þinum „Hann er temmilega óraunverulegur með dass af barnaskap. Ég sveigi oft hjá því að gera of raunveruleg verk. Mig langar að skapa eitthvað sem fólk sér ekki á hverjum degi.“

  „Mig langar að skapa eitthvað sem fólk sér ekki á hverjum degi.“

  AUGLÝSING


  Hvert sækirðu innblástur? „Það er misjafnt. Stundum sér maður eitthvað áhugavert í umhverfinu. Ég leita sjálf svolítið í þjóðsögur og ævintýri. Annars skoða ég líka oft listaverk eftir aðra og þá fer höfuðið bara af stað. Einn áhugaverður litur getur til dæmis gefið af sér fullt af góðum hugmyndum. En oft koma líka hugmyndir til mín af sjálfsdáðum, ef maður hleypir þeim að. Stundum er ég með eina mynd í huga þegar ég byrja en svo verður maður að sleppa takinu aðeins og leyfa myndinni að skapa sig sjálfa.“

  Hvaða litir og form heilla mest? „Ég er mikið fyrir náttúruleg form og áferðir og flestir litir heilla mig að einhverju leyti. Ég er einnig mikið fyrir mjúka tóna eða mjög myrka.“
  Nú ertu búsett á Akureyri, hvernig er listasenan þar? „Hér eru margir listamenn með vinnustofur og bærinn iðar af skapandi fólki. Ég kynntist þeim listamönnum sem ég er í mestum samskiptum við í gegnum Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit. Ég hef farið á einhverjar listsýningar, þó færri en ég vildi.“

  Spurð hvort einhverjir listamenn séu í uppáhaldi segist Heiðdís fylgjast mest með fólki í gegnum samfélagsmiðla. Henni finnst til dæmis gaman að fylgjast með Ellý Ármannsdóttur og Rakel Tómasdóttur.

  Hvar fást verkin þín? „Það má alltaf hafa samband við mig varðandi verkin mín í gegnum samfélagsmiðla. Eins er hægt að nálgast allar upplýsingar á netsíðunni minni,“ segir hún en síðan er á slóðinni www.heiddisbuzgo.com

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum