2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þórunn Árnadóttir hannaði kerti í samstarfi við Tim Burton

  Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur kynnt til leiks kerti  sem hún hannaði fyrir sýningu kvikmyndagerðarmannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Kertið er innblásið af lógói sýningarinnar.

   

  Þórunn birtir myndir af spaðakertinu á Facebook-síðu fyrirtækisins 54 Celsius sem Þórunn rekur ásamt Dan Koval. Aðalvörulína 54 Celsius eru Pyropet kertin sem margir ættu að kannast við. Þegar kertin bráðna kemur „beinagrind“ kertisins í ljós.

  Þórunn Árnadóttir. Mynd / Hákon Davíð

  Á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands kemur fram að Tim hafi orðið spenntur fyrir samstarfi þegar Pyropet-kertin voru kynnt fyrir honum.

  AUGLÝSING


  „Við byrjuðum strax að skoða mögulegar útfærslur, en þegar þessar hugmyndir komu til okkar þá var tíminn of naumur til að ná að útfæra og framleiða eitthvað af þeim fyrir sýningaropnun. Svo við ákváðum í sameiningu að byrja á því að hanna kerti út frá lógói sýningarinnar.

  „… Spaðakertið rýkur út úr safnabúðinni.“

  Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og Spaðakertið rýkur út úr safnabúðinni. Við erum nú að skoða möguleikann á að halda áfram með einhverjar af skissunum hans. Vonandi verður af því, því þetta eru alveg geggjaðar hugmyndir,“ er haft eftir Þórunni á vef Hönnunarmiðstöðvar.

  Þórunn hefur þá einnig hannað snjókarlakerti í tengslum við myndina Nightmare Before Christmas.

  „En það verkefni er búið að vera í vinnslu síðan í fyrra, og er unnið í samstarfi við Disney fyrir Hot Topic verslanakeðjuna í Bandaríkjunum. Kertið er vísun í eitt frægt atriði í myndinni þar sem aðalkarakterinn Jack Skellington laumar sér inn í Jólaland og felur sig innan í snjókalli.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum