2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Innlit í hús skáldsins – Gljúfrasteinn í þrívídd

  Í byrjun apríl þessa árs var ákveðið að opna safnið að Gljúfrasteini í netheimum meðan á samkomubanni stendur. Hér er hægt að skoða hús skáldsins, Halldórs Laxness og konu hans Auðar Sveinsdóttur, í þrívídd.

  Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

  Þau hjónin bjuggu á þessu nútímalega heimili ásamt dætrum sínum tveimur Sigríði og Guðnýju. Húsið var hannað af Ágústi Pálssyni arkitekt og telur tæpa 200 fermetra. Það var byggt árið 1945 og fluttu þau hjónin inn sama ár. Húsið stendur nær óbreytt frá þeirra tíð og þjónar í dag hlutverki safns fyrir almenning.

  Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

  AUGLÝSING


  Húsið einkennist af módernisma og höfðu þau hjónin sterkar skoðanir á heimilinu en þar er að finna fjöldan allan af þekktum hönnunargripum meðal annars eftir Arne Jacobsen, Hans J. Wegner, Finn Juhl og Mogens Lassen. Einnig prýða veggina verk eftir helstu málara Íslandssögunnar líkt og Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason og fleiri. Gljúfrasteinn ber sterk merki nútímans í skipulagi innandyra, efnisnotkun, litavali og formum. Kíkið í heimsókn.

  Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

  „Krafan um híbýlaprýði á að vera manninum eins sjálfsögð og almenn kurteisi, og húsgögn heyra undir lágmarkskröfur siðmenníngar á sama hátt og hús.“
  – Halldór Laxness

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum