Listakonan Freyja Reynisdóttir gerði póstkortið sem fylgir með nýjasta Hús og híbýli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Freyja Reynisdóttir er fjölhæf listakona sem stundar nú meistaranám í frjálsri myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún notast við hina ýmsu miðla í verkum sínum allt frá gjörningalist, vídeólist, hljóð- og bókverkum til innsetninga og skúlptúra. Verk hennar eru oftar en ekki nokkuð fígúratíf sem endurspeglar hennar sjálfmynd og er verkið sem fylgir blaðinu jafnframt sjálfsmynd í vinnslu. Sterkir og áhrifaríkir litir einkenna verkið sem er olíuverk, og reynir hún oftar en ekki að spyrja spurninga í gegnum myndlistina. Hún hefur þreifað fyrir sér á ýmsum sviðum og alltaf togar listin í hana, sem birtingarmynd hinnar skapandi hugsunar.

Freyja Reynisdóttir. Mynd / Hallur Karlsson

Freyja lýsir sér sem alls konar listamanni. „Ég er mjög forvitin að eðlisfari og finnst bæði gott og skynsamlegt að tjá mig. Ég er mjög upptekin af því hvernig við skynjum og skilgreinum raunveruleikann og hvernig við staðsetjum okkur sjálf innan hans. Ég leita inn á við í tilraunum til að finna eitthvað sem ég á erfitt með að koma í orð og reyni að koma því í verk – til að geta átt í einhvers konar samtali við það. Mér finnst allar birtingarmyndir skapandi hugsunar stórmerkilegt verkfæri til að ræða málin með eða án orða.“

Myndin ber heitið vor tvöþúsundogtuttugu

Hægt er að fylgjast með og skoða verk Freyju á heimasíðu hennar og á Instagram.

Viðtalið má lesa í heild sinni í 03. tbl. Húsa og híbýla sem fæst á öllum helstu sölustöðum.

Þau leiðu mistök urðu að ranglega var farið með eftirnafn Freyju á forsíðu og biðjumst við velvirðingar á því.  

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -