Listasafn ASÍ: Eftirprent eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961 þegar iðnrekandinn og bókaútgefandinn Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusambandi Íslands listaverkasafn sitt og lagði þar með grundvöllinn að listasafninu. Listaverkasafn hans samanstóð af 147 verkum eftir þekktustu myndlistarmenn þjóðarinnar.

Eins og fram kemur á vef listasafnins var ósk Ragnars sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi á framfæri list vinnandi fólks í landinu og hefur safnið alla tíð starfað með það að leiðarljósi.

Nú býður listasafnið upp á vönduð eftirprent úr safneign sinni, prentað á hágæða pappír. Um er að ræða tvær stærðir; 50 x 70 cm og 19,5 x 24 cm. Hægt er að skoða úrvalið á vefsíðu safnsins.

Eftir Nínu Tryggvadóttur.

Listasafn ASÍ er staðsett í Guðrúnartúni 1.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -