• Orðrómur

Listaverk sem hvetja til útivistar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gunnsteinn Helgi sem hefur getið sér gott orð í veitingabransanum í gegnum árin opnaði nýverið vefverslunina vegglist.is ásamt vini sínum, Júlíusi Ragnari. Þar sem þeir selja skemmtileg plaköt, svokallaðar skafmyndir sem þeir hönnuðu. Þeir segja verkin hvetja til útivistar.

Um þrjár útgáfur af skafmyndum er að ræða. Ein útgáfan er prýdd 63 teikningum af gönguleiðum, önnur útgáfan er skreytt golfvöllum og sú þriðja veiðistöðum á Íslandi. Yfir myndunum er latexfilma sem fólk skefur af hverri teikningu fyrir sig.

Gunnsteinn segir þá Júlíus hafa gengið með þessa hugmynd í maganum lengi en aldrei haft tíma til að framkvæma hana fyrr en í ár, nú þegar veitingabransinn hefur verið í lamasessi að miklu leyti vegna COVID. „Við höfum alltaf verið frekar uppteknir í öðrum verkefnum en á þessu ári náðum við að framkvæma hugmyndina,“ segir Gunnsteinn.

- Auglýsing -

Spurður nánar út í hugmyndina á bak við skafmyndirnar segir hann: „Göngur, veiði og golf eru meðal þriggja stærstu áhugamála Íslendinga.“ Hann segir það hafa komið bersýnilega í ljós í sumar þegar fólk þurfti að ferðast innanlands í auknum mæli. „Þegar maður skoðaði samfélagsmiðla sá maður hvað fólk gekk mikið á fjöll, veiddi og stundaði golf.“

Gunnsteinn segir verkið með gönguleiðunum vera vinsælustu vöruna. „Það er aðgengilegast enda geta flestir stundað göngur.“

Góð nýársgjöf

- Auglýsing -

Gunnsteinn segir skafmyndirnar vera tilvaldar fyrir þá einstaklinga sem vilja setja sér markmið um að ganga á sem flest fjöll á næsta ári til dæmis. Hann segir verkin hvetja til útivistar.

„Við erum svolítið að sameina list og útvivistaráhugamál. Fólk fer gjarnan sömu gönguleiðirnar aftur og aftur sem dæmi, en með hjálp verkanna getur fólk auðveldlega kynnt sér nýjar leiðir.

Þetta hvetur mann áfram og er svo góð minning uppi á vegg þegar maður hefur skafið af myndinni.“

- Auglýsing -

Hann tekur fram að þeir mæli ekki með að skafa filmuna af eins og um happaþrennu sé að ræða, heldur nota frekar bómull og naglalakksleysi til að fjarlægja filmuna af hverri og einni teikningu. „Þannig kemur fólk í veg fyrir að myndin rispist.“

„Fólk getur líka gefið sjálfu sér þetta í nýársgjöf og sett sér áramótaheit samhliða því.“

Hann segir viðbrögðin við skafmyndunum hafa verið vonum framar. „Margt fólk kaupir svona verk í jólagjöf og að okkar mati er þetta jólagjöf ársins 2020,“ segir hann og hlær. „Annars er þetta ekkert bara jólagjöf, þetta er flott gjöf allan ársins hring. Og fólk getur líka gefið sjálfu sér þetta í nýársgjöf og sett sér áramótaheit samhliða því, að ganga á sem flest fjöll á árinu sem dæmi.“

Gunnsteinn tekur svo fólk sem stundar fiskveiði sem dæmi. „Þeim finnst þetta algjör snilld, þetta er frábær leið til að halda utan um hvar þau hafa veitt.“

Áhugasamir geta kynnt sér skafkortin nánar á vefnum vegglist.is. Verkin er einnig hægt að fá í Hrím.

Gunnsteinn og Júlíus bjóða lesendum Húsa og híbýla 15% afslátt af skafkortum í vefverslun sinni með afsláttarkóðanum HH15.

Fyrir veiðifólkið.

Fyrir golfarann

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -