• Orðrómur

Litagleði í geggjaðri þakíbúð á Skólavörðustíg

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjasta Hús og híbýli er komið í verslanir og í þessu nýja blaði er gólfefni og litir í aðalhlutverki. Það er því viðeigandi að heimili þeirra Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Birnu Hrannar Björnsdóttur prýði forsíðuna en einstök litagleði einkennir þakíbúð þeirra á Skólavörðustíg

Blaðamaður og ljósmyndari heimsóttu þær á dögunum og er óhætt að segja að móttökurnar hafi verið höfðinglegar en þær eru mikil partíljón og elska að bjóða heim og taka vel á móti gestum.

- Auglýsing -

Þær Eva og Birna fara alltaf sínar eigin leiðir. „Ég vil meina að við lifum frekar mínimalískum lífsstíl þegar kemur að daglegum þörfum. Við erum umhverfisvænar, endurvinnum allt og öll húsgögnin hérna eru annaðhvort hundgömul eða hafa verið á hótelum eða í notkun annars staðar,“ segir Eva María.

Mynd / Hallur Karlsson

Í blaðinu skoðum við gólfefni og lausnir í þeim málum en möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að vali á gólfefni. Sömuleiðis skoðum við liti og áhrif og mátt þeirra en litir geta svo sannarlega breytt ásýnd rýma. Í blaðinu finnur þú einnig góð ráð um málningu sem er eitt af máttugri innanhússtólunum.

- Auglýsing -

Heima hjá Helgu Jóhannsdóttur í Ólafsvík. Mynd / Hákon Davíð

Við skellum okkur svo til Ólafsvíkur og skoðum fallegt heimili hjá Helgu Jóhannsdóttur og fjölskyldu. Heimilið er sérlega stílhreint og vönduð, klassísk hönnun er þar í aðalhlutverki. Baðherbergið í húsinu er í uppáhaldi hjá Helgu enda er það einstaklega vel hannað.

Heima hjá Hrafnhildi og Árna. Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Í blaðinu er einnig að finna innlit til Hrafnhildar og Árna sem búa á Hlíðarenda, í póstnúmeri
102. Þau hafa komið sér vel fyrir í fallegri og vel skipulagðri íbúð í húsi sem hefur verið í byggingu síðan árið 2019. „Ég er ekki mikið fyrir það að vera með einn vegg í lit og vil hafa þetta fremur hlutlaust og leyfa smáhlutum og listaverkum að njóta sín,“ segir Hrafnhildur.

Vinnustofa Þórdísar Baldursdóttur keramíker sem staðsett er í Íshúsinu í Hafnarfirði. Mynd / Hákon Davíð

Við kíkjum svo í heimsókn á vinnustofu Þórdísar Baldursdóttur keramíker. Hún lærði ung hjúkrunarfræði og starfaði lengi vel í faginu. Listin togaði alltaf í hana og árið 2011
útskrifaðist hún úr Listaháskólanum í Cumbriu á Englandi. Hún hefur notast við myndlist í ýmiss konar formi en þegar hún kynntist leirnum var stefnan mótuð að hennar sögn.

Margrét gerði verkið sem prýðir póstkort Húsa og híbýla. Mynd / Hallur Karlsson

Það er svo listakonan Margrét Helga Sesseljudóttir sem gerir verkið sem prýðir póstkortið sem fylgir með blaðinu að þessu sinni. Hús og híbýli heimsótti Margréti nýverið á vinnustofuna hennar þar sem tilraunastarfsemi og sköpun ræður ríkjum.

Í sjarmerndi húsnæði við Hverfisgötu reka listakonurnar Hulda Katarína Sveinsdóttir og Hera Guðmundsdóttir lifandi vinnustofu og við kíkjum á þær og skoðum það sem þær eru að fást við.

Þetta og fleira spennandi í nýjasta Hús og híbýli.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varðar efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -