2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Litur desembermánaðar er dökkur og vetrarlegur

  Hús og híbýli velur Furu sem lit desembermánaðar.

   

  Litur mánaðarins að þessu sinni er dökkur og vetrarlegur en samt er hann mjög hlýr og minnir okkur svolítið á grænt sumarið. Það getur verið skemmtileg og kærkomin tilbreyting að skella nýrri málningu á veggina rétt fyrir jól til að lífga upp á umhverfið. Grænir litatónar hafa mikið verið að ryðja sér til rúms undanfarið í hönnunarheiminum enda margir grænir tónar fallegir og náttúrulegir. Litur ágústmánaðar, Hvönn, var til dæmis muskuljósgrænn og passar hann vel við Furu.

  Þessi dökkgræni litur er einstaklega fallegur í bland við aðra græna litatóna og fallegt getur verð að hafa mismunandi ljósgræna tóna með honum. En bleikir tónar eru einstaklega fallegir með þessum dökkgræna lit og einnig passa lillabláir og ferskjulitaðir tónar með honum og er raunar einstaklega fallegt og ekki þarf mikið, jafnvel bara tvo lillabláa púða eða blómvönd. Gull, kopar og svart henta líka vel með litnum.

  Liturinn fæst í Byko.

  AUGLÝSING


  Græni liturinn passar einnig vel með tekkhúsgöngum og brúnum tónum, bæði ljósum og dökkum. Fyrir þá sem vilja hafa sérlega jólalegt í desember er tilvalið að hafa dökkvínrauðan lit með þessum græna, t.d. mætti hafa jólaskrautið allt vínrautt og gulllitað.

  Liturinn passar í mörg rými, við sjáum litinn fyrir okkur í bæði stofu og borðstofu en einnig á gangi, í svefnherbergjum og hann getur verið einkar fallegur á baðherbergisveggjum og í forstofum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is