2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Lögðu áherslu á að halda í sögu staðarins og tenginguna við hafið

  Við höfnina í Vestmannaeyjum stendur eftirtektarvert bogadregið hús sem á sér langa sögu. Húsið var áður notað sem vigtarhús fyrir vörubíla sem fluttu afla í frystihúsin allt þar til Fiskiðjan, sem var á sínum tíma eitt af stærstu frystihúsum Íslands, var lögð niður.

  Í desember síðastliðnum opnuðu þau Birgir Þór Sigurjónsson, bakari og einn af forsprökkum Brauð og co. og unnusta hans, Hafdís Ósk Ólafsdóttir, bakarí í húsnæðinu sem ber heitið Vigtin Bakhús. Þau fengu húsnæðið afhent, algjörlega hrátt, um miðjan ágúst 2019 og lögðu upp með að skapa afslappað og notalegt umhverfi þar sem þetta fágæta rými fengi að njóta sín sem best og lögðu áherslu á að haldið yrði í sögu staðarins og tenginguna við hafið á nútímalegan hátt. Hrátt en á sama tíma hlýlegt.

  Þau fengu HAF STUDIO í samstarf við hönnun staðarins.

  Mynd / Unnur Magna

  AUGLÝSING


  Blái liturinn er ríkjandi á staðnum sem hefur tilvísun í hafið og hafnarumhverfið. „Liturinn er ekki krefjandi og hefur ákveðna yfirvegun og traust. Ég held samt að það geri sér enginn grein fyrir því hvað það eru til mörg litbrigði af bláum,“ bæta þau við hlæjandi. Lýsingin er mild og hlýleg og dreifir birtunni jafnt um rýmið.

  Plast í lágmarki

  Spurð út í áherslur staðarins í mat og drykk segjast þau eingöngu notast við lífrænt hveiti, íslenskt smjör og ferskasta hráefni sem völ er á í bakstrinum.

  „Við reynum eftir fremsta megni að selja ekki neitt frá okkur í plasti…“

  „Allar okkar vörur eru unnar frá grunni. Við styttum okkur ekki leið þegar kemur að bakkelsinu okkar. Eins erum við með eðalkaffi frá Kaffitári sem við reiðum fram úr frábæru kaffivélinni okkar. Við gerum einnig okkar eigin salöt sem við seljum út og rukkum eftir vigt. Við reynum eftir fremsta megni að selja ekki neitt frá okkur í plasti, ekki einu sinni gos. Við báðum Eyjafólk um að gefa okkur krukkur undir salötin þar sem við viljum ekki selja þau út í plastílátum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Viðskiptavinir okkar eru mjög duglegir við að koma með sín eigin ílát og poka undir brauð og bakkelsi,“ segir Hafdís brosandi.

  Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

   

  Kaupa blað í vefverslun

  Myndir / Unnur Magna

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is