M/STUDIO – þverfagleg hönnunarstofa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

M/STUDIO er þverfagleg hönnunarstofa sem stofnuð var haustið 2018 af þeim Rögnu Margréti Guðmundsdóttur og Kristbjörgu M. Guðmundsdóttur. Vilborg Guðjónsdóttir, arkitekt bættist í hópinn haustið 2019 en hún hefur starfað bæði sjálfstætt og á arkitektastofum bæði á Íslandi og í Danmörku síðastliðin níu ár. Stofan hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum frá stofnun og er sífellt að auka umfang sitt.

Síðastliðið ár hefur stofan unnið að rannsóknar- og þróunarverkefni sem snýr að því að skoða hvernig dagleg rútína hefur áhrif á matarinnkaup og hvað hægt sé að gera til þess að sóa minna í daglegu lífi fólks.

Á vinnustofu M/STUDIO. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

M/STUDIO tekur að sér fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar, arkitektúrs og nýsköpunar. Meginmarkmið fyrirtækisins er að leiða saman þverfagleg teymi til þess að takast á við stór raunveruleg vandamál og þannig hjálpa til við að byggja upp betri framtíð. Síðastliðið ár höfum við meðal annars stýrt vinnustofum innan fyrirtækja, haldið fyrirlestra, sinnt ráðgjöf og tekið þátt í hinum ýmsu hönnunar- og rannsóknarverkefnum. Þar að auki höfum við hannað vörur, nýja þjónustu, skrifstofurými, íbúðir og einbýlishús svo fátt eitt sé nefnt.

Skapandi hugsun er einn af aðaldrifkröftum nýsköpunar þar sem hönnun gegnir því lykilhlutverki að þróa hugmyndir í átt að virðisaukandi lausnum. Aðferðarfræði hönnunar er sífellt að færast framar í þróunarferlinu og er nú orðið að viðurkenndu stefnumótandi afli innan fyrirtækja. Megin ástæðan fyrir því er sú að hönnunardrifin nálgun tekur tillit til upplifunar notandans í daglegu lífi fólks og í flóknari kerfum samfélagsins. Það er því spennandi að taka þátt í að byggja upp nýtt form af hönnunarstofu hér á landi þar sem fjölbreyttum áskorunum samtímans er breytt í ný tækifæri til verðmætasköpunar.

Verkefni sem þær tóku að sér á Hlíðarenda. Um er að ræða 140 íbúðir þar sem þær unnu náið með framkvæmdaraðilum að innanhússhönnun íbúðanna, allt frá 60 fermetra íbúðum til 250 fermetra. Íbúðirnar á Hlíðarenda hafa fágað skandinavískt yfirbragð þar sem mikið var lagt upp úr gæðaefnisvali og góðum lausnum. Hægt er að kynna sér íbúðirnar inn á 102hlidarendi.is. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

„Á meðan á samkomubanninu stóð fannst okkur mikilvægt að sýna framlínufólki stuðning í verki og settum við því af stað Takk-fjáröflunina þar sem að við seldum ljósmyndir eftir okkur í gegnum Instagramsíðuna okkar @mstudioreykjavik. Allur ágóði sölunnar rann beint til Landspítalans og fór meðal annars í það að bæta starfsmannaaðstöðu framlínufólks.“ Mynd / M/STUDIO

Viðtalið í heild sinni birtist í 6. tbl. Húsa og híbýla þessa árs.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -