Málaði íslenska náttúru eftir minni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á laugardaginn opnar listamaðurinn Elli Egilsson sýninguna Efnisþættir í Gallery Port.

Á sýningunni verða bæði olíumálverk og textílverk. „Elli sýnir nýjar áferðir og ný tengsl myndlistar og íslenskrar náttúru, tengsl sem byggja á ómótstæðilegum hlýleika og nánd við kaldan raunveruleika náttúrunnar,“ segir í tilkynningu um þessa nýju sýningu.

Málverkin sem Elli sýnir vann hann á vinnustofu sinni, No Days Off, í Las Vegas. Elli notaði ekki ljósmyndir af íslenskri náttúru sem viðmið heldur málaði hann landslagið eftir minni.

„Ekkert myndefni var notað við gerð listaverkanna,“ segir um vinnuferlið.

Gallery Port er á Laugavegi 23b. Sýningin Efnisþættir opnar á laugardaginn, 15. ágúst, og stendur yfir til 27. ágúst. Á þeim dögum er sýningin opin miðvikudaga til laugardaga frá kl. 12:00 til 18:00.

Elli Egilsson á vinnustofunni No Days Off.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...

„Eins og ég sé að taka þessar tilfinningar og skilja þær eftir á rammanum“

„Þemað er þunglyndi, þetta eru frekar svört verk,“ segir myndlistarmaðurinn Kris Helga um verkin sem hán sýnir á sýningunni Hugarmyrkur sem opnar á laugardaginn...