2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Marsblað Húsa og híbýla komið út – flott og ferskt

  Hús og híbýli er á vorlegum nótum að þessu sinni en forsíðumyndin er tekin í afar óvanalegu og frumlegu húsi þar sem franski innanhússtílistinn Caroline Chéron býr en hún flutti nýlega til Íslands og innréttaði hvert herbergi í húsinu á einstakan hátt og óhætt að segja þar blási ferskir vindar.

   

  Fleiri spennandi innlit er að finna í blaðinu og mætti nefna einstaklega smekklegt og fallegt raðhús hjá arkitektahjónum í Kópavoginum þar sem hinn nýi „scandese“ stíll ræður ríkjum. Smekklegt hús í Hafnarfirði sem eitt sinn var í eigu háttvirts læknis en þar hafa hjónin Tinna og Guðjón tekið til hendinni.

  Fallegt hús í Kópavogi hjá arkitektahjónum Mynd/Hallur Karlsson

  Skemmtilegt viðtal við Þóreyju Einarsdóttur en hún er nýr stjórnandi á HönnunarMars og að auki er farið yfir helstu viðburði og dagskrá á þessum einstaka viðburði sem allir fagurkerar og hönnunarnördar bíða eftir ár hvert en hátíðin er haldin í tólfta sinn á þessu ári.

  AUGLÝSING


  Listakonan Lilý Erla málaði póstkortið að þessu sinni en hún bauð Hús og híbýlum að mynda vinnustofuna sína og heimili en hún málar veggina sem gefur frumlegt og skemmtilegt yfirbragð.

  Lilý listakona málar á veggi Mynd/Hákon Davíð Björnsson

  Í blaðinu gefur einnig að líta hugmyndir til að gera heimilið litríkara og að auki er fjallað um mismunandi gólfefni en það er stór ákvörðun og valið vefst oft fyrir fólki.

  Þetta og margt fleira er að finna í 3. tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is