Marta María og Páll setja íbúðina á sölu – Falleg húsgögn og listaverk setja punktinn yfir i-ið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Marta María Jónasdóttir, fjölmiðlakona, og Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hafa sett fallega íbúð sína í Fossvogi á sölu. Um jarðhæð með sérinngangi og bílskúr, ásamt aukaíbúð í þríbýli við Lautarveg er að ræða.

Heildarstærð er 229,9 fermetrar en hæðin sjálf er 165,7 fermetrar að meðtöldum bílskúrnum. Á hæðinni eru tvö baðherbergi, annað inn af hjónaherbergi og hitt á gangi. Íbúðin er glæsileg en falleg húsgögn og listaverk setja punktinn yfir i-ið. Nánari upplýsingar um fasteignina má finna á fasteignavef Vísis.

Marta María er mikill fagurkeri og hefur næmt auga fyrir hönnun og fallegum hlutum eins og má sjá á myndunum. Gunnar Sverrisson tók myndirnar.

Stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými.

Sérsmíðuð innrétting frá Brúnás í eldhúsinu. Spanhelluborð og ofn frá Miele. Kvartssteinn er á borðplötum.

Frá forstofu tekur við hol með marmaraflísum.

Augljóst að hér býr smekkfólk.

Myndir / Gunnar Sverrisson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -