2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Með strönd í bakgarðinum

  Sóley og Arnþór búa í Garðabænum ásamt dótturinni Andreu Stellu. Arkitektúrinn er skemmtilegur og er lofthæðin allt að fjórir metrar sem gerir rýmið áhugavert. Húsið er umvafið fallegri náttúru en lítil strönd er beint fyrir utan íbúðina. Þau fluttu inn í febrúar 2019 og réðust í töluverðar framkvæmdir.

  Íbúðin er sérlega björt og útsýnið gott. Lítil strönd er beint fyrir utan. Mynd/Unnur Magna

  Eldhúsið er stórt og opið. Mynd/Unnur Magna

  „Við hrifumst af þessu hverfi en við bjuggum áður í Vesturbænum, við Ægisíðuna og sjóinn. Við skoðuðum fleiri staði en alltaf enduðum við hér, beint fyrir utan er sjórinn og strönd sem er mikið notuð en við förum nánast á hverjum degi niður að fjöru að gefa öndunum brauð. Þetta útivistarsvæði átti líka stóran þátt í valinu á íbúðinni. Við erum aðeins fyrir utan, en samt ekki, svo er þetta mjög barnvænt hverfi en leikskólakerfið í Garðabæ er mjög gott. Við höfum svo eytt ófáum stundum á svölunum en þær eru mjög rúmgóðar með góðu útsýni,“ segir Sóley.

  Mynd/Unnur Magna

  AUGLÝSING


  Þrátt fyrir að húsið sé byggt 2008 réðust þau í miklar endurbætur. Þau tóku niður eldhúsinnréttinguna og færðu eyju í miðjuna sem áður var upp við vegg. Baðherbergið var tekið í gegn, flísum í eldhúsi skipt út og parket sett á stofuna. Einnig útbjuggu þau sjónvarpsvegg svo allt yrði snúrulaust og gerðu silluna þar fyrir neðan. Að auki gerðu þau skilrúm á milli forstofu og stofu sem kemur einstaklega vel út og brýtur skemmtilega upp á rýmið.

  Sóley hannaði sófann sjálf með GÁ-húsgögnum. Mynd/Unnur Magna

  Mynd/Unnur Magna

  „Ég hringdi í Söru Dögg innanhússráðgjafa og hún kom sama dag og við fengum afhent. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi gera en svo breyttist það um leið og við fengum íbúðina afhenta. Ég gat ekki séð allt fyrir mér og hún kom með fullt af ábendingum sem við byggðum svo ofan á. Hún kom til dæmis með hugmyndina af því að láta sjónvarpið inn í vegginn sem við útfærðum svo sjálf,“ segir Sóley. „Ég vissi að ég vildi hafa allt grátt, veggi og loft og svarta eldhúsinnréttingu.“

  Barnaherbergið er bjart og fallegt. Mynd/Unnur Magna

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is