Fimm ára afmæli Íshúss Hafnarfjarðar – vettvangur fyrir skapandi hönnuði, iðn- og listamenn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á laugardaginn verður haldið upp á fimm ára afmæli Íshúss Hafnarfjarðar. Þá verða öll rými gamla frystihússins aðgengileg gestum og gangandi.

 

Íshús Hafnarfjarðar á sér langa sögu en hér áður fyrr var þar starfrækt hraðfrystihús og fiskverkun. Í dag er húsnæðið notað sem vettvangur fyrir samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Þar koma saman einyrkjar og smærri fyrirtæki og vinna saman í lifandi tenglsum við umhverfi sitt.

Mynd / Unnur Magna

Það var sumarið 2014 sem hjónin Ólafur Gunnar Sverrisson tréskipasmiður og Anna María Karlsdóttir mannfræðingur tóku stóran hluta húsnæðisins á leigu undir starfsemina.

Mynd / Unnur Magna

Áhuginn leyndi sér ekki og nú fimm árum síðar eru 30 rými um allt húsið þar sem listamenn og hönnuðir sýna og starfa við sínar greinar líkt og keramík, gullsmíði, textíl, vöruhönnun, grafík, ritstörf og fleira.

Næstkomandi laugardag verður haldið upp á fimm ára afmæli Íshússins milli klukkan 13 og 17 – og verða öll rými gamla frystihússins aðgengileg gestum og gangandi.

Íshús Hafnarfjarðar er staðsett á Strandgötu 90.

5 ára afmæli Íshússins er á laugardaginn milli kl. 13 og 17.

Sjá einnig: Auðvelt að gleyma sér í Íshúsi Hafnarfjarðar

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Flowerpot-lampi án snúru

Flowerpot-borðlampinn, hannaður af hönnunargoðsögninni Verner Panton, fæst nú í smærri útgáfu, VP9. Lampinn hefur USB-snúru sem gerir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -