Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Handverk byggt á íslenskri arfleifð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Helga Ágústsdóttir er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Bakgrunnur hennar er í fatahönnun en í gegnum rannsóknarvinnu á íslenska faldbúningnum kviknaði áhugi hennar á útskurði.

 

Frá árinu 2008 hefur Ingibjörg skorið út myndverk byggð á íslenskum þjóðsögum og hefur hún haldið sýningar í Stykkishólmi og víðar. Á vinnustofu sinni heldur hún einnig litlar sýningar á hverju ári.

Mynd / Hallur Karlsson

Vinnustofa Ingibjargar er í kjallara Tang og Riis hússins í Stykkishólmi. Húsið á sér langa sögu en það var flutt inn tilsniðið frá Noregi árið 1890 og reist á eldri hleðslu sem er vinnustofan í dag.

Mynd / Hallur Karlsson

Sögu kjallarans má síðan lesa af veggjum og lofti rýmisins en hefur húsið tekið miklum breytingum í tímans rás. Engir fastir opnunartímar eru á vinnustofunni nema þegar sýningar standa yfir en þar fyrir utan er opið eftir samkomulagi og er öllum velkomið að hafa samband við Ingibjörgu.

Mynd / Hallur Karlsson

Aðspurð segist Ingibjörg taka við pöntunum á ákveðnum hlutum í tiltekinn tíma og þannig tryggir hún að hvert verk sé einstakt en ekki um framleiðslu að ræða. Þessa stundina er hún að vinna að pöntunum og verkum fyrir sýningar næsta árs en hægt er að fylgjast með Ingibjörgu á facebook-síðu hennar sem ber heitið Vinnustofan Tang og Riis.

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -