2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Heilluð af skrímslum og hauskúpum

  Listakonan Harpa Rún Ólafsdóttir hefur fengist við ýmislegt á ferlinum, teikningar, teiknimálverk, teikniljósmyndamálverk, skúlptúra og fleira. Sjálf segist hún alltaf hafa heillast af súrrealisma og það endurspeglist bæði heima hjá henni og í listinni.

  Hvernig verk ertu aðallega að gera og fyrir hvað? „Síðastliðin ár hef ég mest unnið við teikningar, teiknimálverk, teikniljósmyndamálverk og skúlptúra bæði ein og í samstarfi með öðrum listamönnum. Ég er oftast með nokkur verkefni í gangi. Ég hef verið að teikna fugla á gömul nótnablöð, setja í ramma og selja undir heitinu nótnafuglar. Mér þykir samtalið milli gömlu nótnablaðanna og fuglaveranna mjög sterkt og verkin eru að koma vel út. Af og til einbeiti ég mér að teiknimálverkunum mínum og er hægt og rólega að safna upp í stóra sýningu á þeim.“

  Hvaðan færðu helst innblástur? „Þessa dagana fæ ég innblástur úr náttúrunni, gömlum líffræðiteikningum og útskýringarmyndum í námsbókum, gömlum teikningum af plöntum, gömlum kvikmyndum, anime og verkum frá endurreisnartímabilinu.“
  Harpa segist alltaf hafa verið rosalega hrifin af súrrealisma. „Verkin mín eru hlaðin mynstrum, lifandi formum og táknum sem blandast saman og mynda oft verur úr öðrum veruleika. Endurnýting skiptir mig máli og ég vinn yfirleitt upp hluti við gerð verkanna. Þegar ég geri málverk þá mála ég oft yfir önnur málverk/prent á striga sem ég finn hér og þar eða nýti mér það sem er í kringum mig. Ég gerði til dæmis risastóra mandölu úr eldhúsborðinu mínu og rúllaði á sýningu og ég teikna fuglamyndir á gömul klarínett nótnablöð.“

  „Endurnýting skiptir mig máli og vinn yrleitt upp hluti við gerð verkanna. Þegar ég geri málverk þá mála ég oft yfir önnur málverk/prent á striga sem ég finn hér og þar eða nýti mér það sem er í kringum mig. Ég gerði til dæmis risa mandölu úr eldhúsborðinu mínu og rúllaði á sýningu og ég teikna fuglamyndir á gömul klarínett nótnablöð.“

  Hefurðu alltaf haft gaman af því að teikna? „Já. Þegar ég var lítil var ég varla send úr húsi án þess að ég hafði með mér teikniblokk og liti. Ég gat dundað mér endalaust við að teikna. Teikniblokkin fylgir mér enn í dag.“
  Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér? „Ég dregst alltaf að súrrealisma. Plöntumyndirnar hans Marx Ernst, skrímslin hans Hieronymus Bosch, verurnar hennar Gabríelu Friðriksdóttur og fólkið hans Alfreðs Flóka er meðal þess sem hefur haft mikil áhrif á mig auk ótal annarra verka listamanna.“

  AUGLÝSING


  Hægt er að nálgast verk Hörpu á Netinu. Þar er einnig hægt að hafa samband ef fólk hefur frekari fyrirspurnir eða vill koma og skoða verkin betur. Fuglamyndirnar hennar má sjá á: facebook.com/notnafuglar og önnur verk á: facebook.com/Madebyharpa.
  Svo er hún með Instagram: instagram.com/harparun.art.

  Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum – tvinnast þetta að einhverju leyti saman, listin og heimilið? „Flæðandi náttúruvænn skrauthlaðinn táknmynda-súrrealismi. Ætli það nái ekki utan um allt.
  Ég hrífst af sömu formum og táknmyndum bæði heima og í listinni, ég safna til dæmis hauskúpum inn á heimilið og er sífellt að fjárfesta í mandöluskreyttum hlutum. Myndirnar mínar eru sömuleiðis fullar af hauskúpum, beinum og mandölum.“

  Hvaða litir og form heilla þig mest, bæði í verkum þínum og á heimilinu? „Mér þykja kaldir pastellitir fallegastir. Það er líka skemmtilegt að brjóta þá upp með sterkum andstæðum. Náttúrutengd flæðandi form og hringform heilla mig mikið. Blómamynstur, paisley og hverskyns handavinna með mynstri. Ég vinn sjálf rosalega mikið í mandölum. Með því að gera mandölu er til dæmis hægt að segja sögur með mynstrum hring eftir hring.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum