2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þung viðfangsefni tjáð með léttleika

  Júlíanna Ósk Hafberg er ung og efnileg listakona sem er er búsett í Árósum í Danmörku og hefur komið sér upp fallegu stúdíói þar í bæ. Júlíanna hannaði póstkort sem fylgir nýjasta blaði Húsa og híbýla. Við fengum því að kynnast henni nánar og kíkja inn á vinnustofuna hennar í Árósum.

   

  „Minn stíll er mjög berskjaldaður. Mitt undirliggjandi þema í gegnum allt sem ég geri eru tilfinningar og berskjöldun (e. vulnerability). Viðfangsefni mín eru oft þyngri; eins og pælingar um lífið og dauðann, tilgang og allskonar hluti sem eru álitnir „taboo“ eins og andleg heilsa, nekt o.þ.h. Á móti því er tjáning mín oft léttari, með ljósum litum, náttúrulegum formum, fínum línum og almennt mýkra yfirbragði.“

  „Það er æðislegt að geta draslað út…“

  Spurð út í vinnustofuna segir Júlíana: „Ég er frekar nýkomin með þessa fyrstu vinnustofu mína. Þetta er stórt rými sem ég deili með tveimur yndislegum eldri konum í rólegu úthverfi hérna í Árósum. Hér er mikil ró og hef ég u.þ.b. 18 fermetra út af fyrir mig. Það er æðislegt að geta draslað út og nýtt sér allt rýmið í allskonar hluti án þess að þurfa að ganga frá og þrífa strax eftir á, sem ég þurfti alltaf að gera áður þegar ég vann í svefnherberginu mínu.“

  Lestu viðtalið við Júlíönnu í heild sinni í 11. tölublaði Húsa og híbýla og skoðað fleiri myndir.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum