2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Veröld Fridu Kahlo í 360 gráðum

  Listakonan Frida Kahlo (1907-1954) er mörgum kunn en hún var einn áhrifamesti listamaður Mexíkó, hvað þekktust fyrir súrealískar sjálfsmyndir. Hún bjó í Coyoacán hverfinu við Calle Londres í Mexíkóborg ásamt manni sínum Diego Rivera.

   

  Nú er hægt að upplifa veröld Fridu Kahlo, Bláa húsið, í gegnum 360° sýndarferð.

  Diego Rivera og Frida Kahlo.

  Súrealískir listmunir af heimili þeirra hjóna.

  AUGLÝSING


  Frida átti stormasama ævi. Hún þjáðist af lömun frá sex ára aldri og lenti í alvarlegu bílslysi 18 ára gömul, en þessir þættir höfðu mikil áhrif á hana sem listakonu.

  Húsið sem þau hjónin bjuggu í hefur verið viðhaldið eins og það var þegar Frida lést 1954. Þar er að finna hina ýmsu listmuni eftir þau bæði, auk hækja og hjólastóls Fridu, fatnaðar, húsgagna og annarra muna. Garðurinn er dásamlegur og er húsið þekkt fyrir sinn fagurbláa lit.

  Heimili Fridu Kahlo er óbreytt frá því hún lést árið 1954.

  Hér má líta hið heimsþekkta safn Mexíkóborgar í gegnum veraldarvefinn en árlega hefur safnið tekið á móti þúsundum ferðamanna.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum