2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fjölbreytt ævistarf William Morris kannað

  Nýverið opnaði á Kjarvalsstöðum sýning á verkum Williams Morris. Morris var mikilsvirt skáld og þekktastur meðal samtímamanna sinna fyrir ljóð sín og prósa.

  Í seinni tíð er hans minnst sem mikils hönnuðar og mannsins sem skapaði ótal lífræn mynstur sem prýddu allt frá veggfóðri til þekktra bókakápa en ást hans á náttúrunni endurspeglast í verkum hans.

  Sýningin er unnin í samstarfi við William Morris Gallery í London og Millesgården í Stokkhólmi.

  Tengslum Morris við Ísland verða sérstaklega gerð skil á sýningunni en hann ferðaðist hingað tvisvar á starfsævi sinni, árið 1871 og árið 1873. Sýndar verða meðal annars frumteikningar af mynstrum Morris, veggfóður og vinnsluaðferðir, málverk, teikningar, steindir gluggar, húsgögn og veggteppi en einnig verður sýnd frumútgáfa þýðinga hans á Íslendingasögum.

  Á sýningartímanum verður boðið upp á leiðsagnir sérfræðinga um sýninguna auk þess sem efnt verður til fjölskyldudagskrár og námskeiða fyrir ólíka hópa. Fylgist með dagskránni á vef Listasafns Reykjavíkur.

  AUGLÝSING


  Sýningin stendur til 6. október næstkomandi og er hún fyrsta síns eðlis á Íslandi.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum