HönnunarMars: Lyst á breytingum – sýning á vegum keramikbrautar Myndlistaskólans í Reykjavík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sýning með verkum nemenda við keramikbraut Myndlistaskólans í Reykjavík, sem ber heitið Lyst á breytingum, verður haldin Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur á HönnunarMars dagana 24. – 28. júní næstkomandi.

 

Mynd / Aðsend

Við gerð verkanna skoðuðu kennarar og nemendur hvernig sporna mætti gegn matarsóun og þar með auka virðingu neytenda fyrir hráefnum. Útkoman var einkar áhugaverð og til urðu vörur úr postulíni sem henta til matreiðslu, varðveislu og framreiðslu á matvælum.

Eins og fram kemur á síðu viðburðarins veltu þau fyrir sér spurningum er varða neyslu og það sem framleitt er í hnattrænu samhengi og hvernig hægt sé að þróa nýjar hugmyndir sem ýta undir skilning á stöðu mála.

Mynd / Aðsend

Skyr, saltfiskur, krydd, kjöt, ís og hunang var á meðal þess sem sjónum var beint að við hönnun og framleiðslu á vörum úr postulíni þar sem útgangspunkturinn er fæða og sjálfbærni.

Mynd / Aðsend

Sýningin opnar á morgun, miðvikudaginn 24. júní, og stendur yfir í fjóra daga. Hægt verður að fylgjast með vinnuferli við postulínssteypu meðan á sýningunni stendur.

 

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Flowerpot-lampi án snúru

Flowerpot-borðlampinn, hannaður af hönnunargoðsögninni Verner Panton, fæst nú í smærri útgáfu, VP9. Lampinn hefur USB-snúru sem gerir...

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -