• Orðrómur

Metnaðarfull dagskrá í tilefni 40 ára afmælis

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjörutíu ár eru liðin frá því að Leirlistafélags Íslands var stofnað og munu félagsmenn halda upp á þessi tímamót með pomp og prakt allt þetta ár, meðal annars með fjölbreyttri og spennandi afmælisdagskrá.

Bjarni Viðar Sigurðsson, Kolbrún Sigurðardóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, leirlistamenn og hönnuðir, skipa sérstaka afmælisnefnd Leirlistafélags Íslands og eru full tilhlökkunar og tilbúin að kynna störf og fjölbreytileikann innan fagsins með spennandi afmælisdagskrá.

Spurð út í afmælisdagskrána sem er fram undan segja þau mikinn metnað hafa verið lagðan í viðburðina. „Afmælisárið er metnaðarfullt og hlaðið áhugaverðum sýningum og viðburðum. Dagskráin hófst á opnunarsýningu afmælisársins, það var sýningin Ljósker sem var haldin á Hönnunarsafni Íslands yfir Vetrarhátíð,“ segir Ragnheiður.

„Afmælisárið er metnaðarfullt og hlaðið áhugaverðum sýningum og viðburðum.“

- Auglýsing -

Á HönnunarMars verður sýningin Snagi – Höngum Saman svo í aðalhlutverki hjá Leirlistarfélaginu. Farandsýningin Hvítur byrjar í Listasafni Árnesinga í júní, þaðan fer hún á Akureyri í júlí, svo í Þykkvabæ í ágúst og loks á Akranes í september. Spurð út í sýninguna Hvítur segir Kolbrún: „Öll verk sýningarinnar eru hvít og mega ekki vera stærri en 50 x 50 x 50 sentímetrar, á gólfi eða vegg. Auk þess verðum við með söluvöru í safnbúð í Listasafni Árnesinga meðan á sýningu stendur.“

Um haustið verða svo haldnir örfyrirlestrar og vinnustaðaheimsóknir fyrir félagsmenn. „Þannig getum við kynnst betur og sýnt það sem við erum að gera. Að lokum verður hátíðarsýningin Kóróna21 á höfuðborgarsvæðinu,” segir Ragnheiður.

Lestu viðtalið við Kolbrúnu, Ragnheiði og Bjarna í heild sinni í nýjasta Hús og híbýli þar sem þau ræða m.a. þær breytingar sem hafa orðið í faginu á undanförnum árum og á viðhorfi almennings til leirlistar.

- Auglýsing -

Við mælum svo með að þið fylgist með Leirlistafélagi Íslands á Facebook og kynnið ykkur afmælisdagskrá félagsins.

Mynd / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -