• Orðrómur

Miðjarðarhafsstraumar í Hlíðunum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarenda og hefur þar risið hratt og örugglega stórt og mikið hverfi, í póstnúmeri 102. Í fallegri, vel skipulagðri íbúð á þessu svæði búa þau Hrafnhildur og Árni.
Húsið hefur verið í byggingu síðan árið 2019 og hefur húsaröðin, sem þau búa í, að geyma 190 íbúðir sem hafa verið að klárast hver af annarri og á miðju svæðinu er stórt og mikið port. Íbúðin þeirra er 100 fermetrar að stærð og fluttu þau inn í maí í fyrra eftir að hafa verið í námi erlendis. Flutningana heim bar brátt að vegna faraldursins en hér hafa þau búið sér notalegan íverustað.

Mynd / Hallur Karlsson

Hrafnhildur og Árni stunduðu bæði meistaranám í Dublin áður en þau fluttu í Hlíðarnar. Þau eru bæði alin upp að hluta til í útlöndum og má sjá votta fyrir straumum erlendis frá í íbúðinni. Þau lýsa stílnum sem blöndu af skandinavísku og frönsku en þau hafa bæði, frá unga aldri, haft mikinn áhuga á því sem viðkemur heimilinu.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Það er gott andrúmsloft í íbúðinni og þar eru dempaðir litatónar í bland við falleg listaverk og vel valdar mublur í forgrunni. Lýsingin er hlý og endurkastast á hvíta veggina. Þau eru óhrædd við að blanda saman mismunandi efnum og áferð sem skapar dýpt og karakter.

Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Þau segja heimilið innblásið af löndum við Miðjarðarhafið. „Þetta hefur alltaf verið smávegis innbyggt í mig, þessir miðjarðarhafsstraumar, en ég hef aldrei tengt við þessa miklu mínimalísku skandinavísku hönnun. Svo kynntist ég Árna og hann hafði búið lengi í Kalifornínu. Við vildum ná fram þessari tilfinningu, að það að koma inn á heimilið væri svolítið eins og maður væri staddur annars staðar en á Íslandi. Á sumrin fáum síðdegissólina beint hingað inn og manni líður stundum eins og maður sé einhvers staðar allt annars staðar.“

Fleiri myndir og viðtalið í heild sinni má finna í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -